Litla fólkið í Háagerðinu
miðvikudagur, mars 31, 2004
Haalllóóó - hér talar slakasta konan í Aberdeen þessa stundina.
Ég var sem sagt að koma úr bestu slökunarmeðferð sem ég hef farið í á ævinni.
Ég fékk semsagt gjafakort frá Láru, Barböru og Friðdóru í afmælisgjöf sem fólst í því að fara alsherjar meðferð í líkamsræktarstöð í nágrenninu. Innifalið var "manicure", baknudd, andlitsnudd og andlitshreinsun. Að auki keypti ég mér "peticure" sem er fótsnyrting. Þetta var alveg frábært og það var stjanað við mig á alla kannta. Nú sit ég hér við tölvuna og get varla pikkað inn því að neglurnar á mér eru með svo flottri "french manicure". En þetta var ekki bara slakandi því þetta var líka lífsreynsla því ég hef aldrei farið í "proffesional" nudd áður eða hand/fót-snyrtingu. Ég mæli sérstaklega að allar konur taki sér tíma og fari í svona meðferð því þetta er auðgar bæði líkama og sál.
Þúsund þakkir til Láru, Friðdóru og Barböru fyrir frábæra hugmynd.
En ég ætla ekki að eyða meiri tíma fyrir framan tölvuna í dag, í dag er dagur slökunar og leti. Á morgun tekur við hörkuvinna í ritgerðarskrifum ofl.
Bið að heilsa,
Ragna
Ég var sem sagt að koma úr bestu slökunarmeðferð sem ég hef farið í á ævinni.
Ég fékk semsagt gjafakort frá Láru, Barböru og Friðdóru í afmælisgjöf sem fólst í því að fara alsherjar meðferð í líkamsræktarstöð í nágrenninu. Innifalið var "manicure", baknudd, andlitsnudd og andlitshreinsun. Að auki keypti ég mér "peticure" sem er fótsnyrting. Þetta var alveg frábært og það var stjanað við mig á alla kannta. Nú sit ég hér við tölvuna og get varla pikkað inn því að neglurnar á mér eru með svo flottri "french manicure". En þetta var ekki bara slakandi því þetta var líka lífsreynsla því ég hef aldrei farið í "proffesional" nudd áður eða hand/fót-snyrtingu. Ég mæli sérstaklega að allar konur taki sér tíma og fari í svona meðferð því þetta er auðgar bæði líkama og sál.
Þúsund þakkir til Láru, Friðdóru og Barböru fyrir frábæra hugmynd.
En ég ætla ekki að eyða meiri tíma fyrir framan tölvuna í dag, í dag er dagur slökunar og leti. Á morgun tekur við hörkuvinna í ritgerðarskrifum ofl.
Bið að heilsa,
Ragna
þriðjudagur, mars 30, 2004
Jæja - óléttudagbókin
Ég fór í 28 vikna mæðraskoðun í morgun. Þar var hlustað á litla grjónið og allt hljómaði vel........svona til að taka það fram þá snýr það ennþá öfugt, þe. rassinn niður. En það er ennþá tími til stefnu að það snúi sér við. Nú svo var tekið fullt af blóði til að athuga með járnmagnið í blóðinu og glúkósa (út af sykursýki). Ég var vigtuð - (yfirleitt það sem mig kvíður mest fyrir) og niðurstaðan var rétt tæplega 9 kílóum þyngri. Það er greinilegt að ég verð að passa mig að þyngjast ekki mikið meira. Nú - fyrir þá sem hafa mikin áhuga þá mældist bumban 29cm, sem er bara fínt (yfirleitt fylgjast vikurnar og centimetrarnir að). Annars var bóðþrýstingurinn var "fullkomin" eins og ljósmóðirin orðaði það.
Annars að öðru - við byrjuðum að pakka í gærkvöldi og tókum herbergið hennar Eydísar í nefið. Svo pökkuðum við aðeins niður í stofunni. 'I kvöld ætlum við að reyna að pakka niður eldhúsinu, gaman, gaman.
Svo eigum við von á heimsókn um helgina en kennarinn hans Egils, Guðrún Gísladóttir, er búin að vera stödd í Edinborg í mánuð og ætlar að skella sér í heimsókn til okkar. Það verður sennilega mjög gaman, hún er svakalega hress og fín. Það verður ágætis afþreying fyrir okkur en planið er að sýna henni háskólann á föstudaginn, keyra til Inverness og skoða Loch Ness á laugardaginn og svo fara í bæinn í Aberdeen á sunnudaginn. Það er einhver svakajaka international street market day á laugardaginn og sunnudaginn þannig að það verður alveg þess virði að skoða það.
En svona er planið - biðjum að heilsa
Kv. Ragna
Ég fór í 28 vikna mæðraskoðun í morgun. Þar var hlustað á litla grjónið og allt hljómaði vel........svona til að taka það fram þá snýr það ennþá öfugt, þe. rassinn niður. En það er ennþá tími til stefnu að það snúi sér við. Nú svo var tekið fullt af blóði til að athuga með járnmagnið í blóðinu og glúkósa (út af sykursýki). Ég var vigtuð - (yfirleitt það sem mig kvíður mest fyrir) og niðurstaðan var rétt tæplega 9 kílóum þyngri. Það er greinilegt að ég verð að passa mig að þyngjast ekki mikið meira. Nú - fyrir þá sem hafa mikin áhuga þá mældist bumban 29cm, sem er bara fínt (yfirleitt fylgjast vikurnar og centimetrarnir að). Annars var bóðþrýstingurinn var "fullkomin" eins og ljósmóðirin orðaði það.
Annars að öðru - við byrjuðum að pakka í gærkvöldi og tókum herbergið hennar Eydísar í nefið. Svo pökkuðum við aðeins niður í stofunni. 'I kvöld ætlum við að reyna að pakka niður eldhúsinu, gaman, gaman.
Svo eigum við von á heimsókn um helgina en kennarinn hans Egils, Guðrún Gísladóttir, er búin að vera stödd í Edinborg í mánuð og ætlar að skella sér í heimsókn til okkar. Það verður sennilega mjög gaman, hún er svakalega hress og fín. Það verður ágætis afþreying fyrir okkur en planið er að sýna henni háskólann á föstudaginn, keyra til Inverness og skoða Loch Ness á laugardaginn og svo fara í bæinn í Aberdeen á sunnudaginn. Það er einhver svakajaka international street market day á laugardaginn og sunnudaginn þannig að það verður alveg þess virði að skoða það.
En svona er planið - biðjum að heilsa
Kv. Ragna
sunnudagur, mars 28, 2004
Jæja - Eydís fór heim til Íslands í dag. Buhuhu. Við Egill erum eiginlega búin að ráfa um stefnulaust í íbúðinni í allan dag.
Við drifum okkur nú samt klukkan 09,00 í morgun á "Car Boot Sale" hérna fyrir utan borgina. Fyrir þá sem vita ekki hvað Car boot sale er þá er það nákvæmlega það sem nafnið segir. Þar safnast full af fólki saman á risastóru bílastæði og selur dót upp úr skottinu á bílnum sínum. Full af alls konar drasli og dóti sem gaman er að skoða. Við semsagt skelltum okkur þangað í morgun (gott að mæta snemma, þetta klárast yfirleitt fyrir kl. 13,00). Við gerðum ágætis kaup, keyptum fyrst ónotað gufustraujárn á 5 pund (650 kr), nýtt straubretti á 4 pund (520 kr.) og kaffivél á 10 pund (1300 kr.) Egill var sérstaklega ánægður með kaffivélina því hann hefur lengi langað í kaffivél sem er með auto-off. Þá slekkur kaffivélin á sér sjálf eftir ca. tvo tíma. Ferlega sniðugt. Við vorum sem sagt frekar ánægð mér árangurinn og hefðum getað keypt fleira en það var bara ekki tímabært. Bíðum þangað til að við verðum flutt.
Svo erum við eiginlega ekki búin að gera neitt. Það verður ferlega skrýtið að vera hérna með enga Eydísi. EN við reynum að nýta tímann sem best og læra eins mikið og við getum.
Jæja - bið að heilsa í bili
Kv. Ragna
Við drifum okkur nú samt klukkan 09,00 í morgun á "Car Boot Sale" hérna fyrir utan borgina. Fyrir þá sem vita ekki hvað Car boot sale er þá er það nákvæmlega það sem nafnið segir. Þar safnast full af fólki saman á risastóru bílastæði og selur dót upp úr skottinu á bílnum sínum. Full af alls konar drasli og dóti sem gaman er að skoða. Við semsagt skelltum okkur þangað í morgun (gott að mæta snemma, þetta klárast yfirleitt fyrir kl. 13,00). Við gerðum ágætis kaup, keyptum fyrst ónotað gufustraujárn á 5 pund (650 kr), nýtt straubretti á 4 pund (520 kr.) og kaffivél á 10 pund (1300 kr.) Egill var sérstaklega ánægður með kaffivélina því hann hefur lengi langað í kaffivél sem er með auto-off. Þá slekkur kaffivélin á sér sjálf eftir ca. tvo tíma. Ferlega sniðugt. Við vorum sem sagt frekar ánægð mér árangurinn og hefðum getað keypt fleira en það var bara ekki tímabært. Bíðum þangað til að við verðum flutt.
Svo erum við eiginlega ekki búin að gera neitt. Það verður ferlega skrýtið að vera hérna með enga Eydísi. EN við reynum að nýta tímann sem best og læra eins mikið og við getum.
Jæja - bið að heilsa í bili
Kv. Ragna
laugardagur, mars 27, 2004
Hæ - ég vildi bara láta ykkur vita að ég er búin að taka myndir af nýja húsinu okkar og setja á netið. hægt er að skoða þær með því að smella hér. G'oðu fréttirnar eru að þegar við fórum að taka myndirnar þá voru málararnir í húsinu og voru rétt að klára. Allt nýmálað, meira að segja hurðirnar og hurðakarmarnir. Glæsilegt. Svo held ég að pípulagningamennirnir komi eftir helgi og svo koma teppalagningamennirnir. Þetta er allt að smella saman. Nú, annars ætla ég ekki að skrifa meira í bili vegna þess að það er ekki hollt að sitja svona lengi fyrir framan tölvuna á laugardagsmorgni.
Bið að heilsa í bili
Ragna
Bið að heilsa í bili
Ragna
föstudagur, mars 26, 2004
Já - á meðan ég man - til hamingju með afmælið í gær Páll Stefánsson.
Ég er búin að vera svo dugleg að ég er búin að kaupa afmælisgjafir handa öllum frænsdsystkinum okkar Egils fram í september. Mér fannst það of mikið ef ég færi lengra inn í árið en þetta. En gott að vera laus við gjafirnar og að geta sent þær með Eydísi. Ég fór líka í smá leiðangur í dag og rambaði inn í John Lewis (flottasta búðin í bænum) og fann þar fullt af smáhlutum sem hægt væri að gefa í jólagjafir. Já - jólagjafir................það er ekki seinna vænna en að byrja að pæla í þeim núna. Sérstaklega ef maður ætlar að taka flestar jólagjafirnar með sér heim í sumar (til að sleppa við að borga póstburðargjöldin). Sennilega fá allir eitthvað sniðugt í eldhúsið næstu jól (smá viðvörun). Allavegana verða flestar gjafirnar litlar og nettar.
Annars erum við að fara í afmæli til Atla á eftir (mæting klukkan sex). Mig minnir að Egill hafi eitthvað verið að tala um að Atli ætlaði að reyna að grilla. Jummm... Sem betur fer er að létta til hérna og það er komin sól eftir mikið úrhelli. Vonandi helst veðrið svona áfram. Það er allavegana spáð sól og 15 stiga hita um helgina. Ég vona bara að nú sé vorið komið og veðrið haldist svona.
Annars er Aberdeenborg að byrja að blómstra út, kirsuberjatrén skarta æðislega fallegum bleikum blómum og svo eru einhver önnur tré sem blómstra hvítum blómum líka í fullum skrúða. (það er eitt þannig fyrir framan nýja húsið okkar).
Ég verð að drífa mig að fara að taka myndir af húsinu fyrir ykkur - leyfa ykkur að sjá hvar þið munuð gista ef þið komið í heimsókn (þetta voru vandlega dulin skilaboð til allra sem við þekkjum). hihihi......
Bið að heilsa í bili
Ragna
Ég er búin að vera svo dugleg að ég er búin að kaupa afmælisgjafir handa öllum frænsdsystkinum okkar Egils fram í september. Mér fannst það of mikið ef ég færi lengra inn í árið en þetta. En gott að vera laus við gjafirnar og að geta sent þær með Eydísi. Ég fór líka í smá leiðangur í dag og rambaði inn í John Lewis (flottasta búðin í bænum) og fann þar fullt af smáhlutum sem hægt væri að gefa í jólagjafir. Já - jólagjafir................það er ekki seinna vænna en að byrja að pæla í þeim núna. Sérstaklega ef maður ætlar að taka flestar jólagjafirnar með sér heim í sumar (til að sleppa við að borga póstburðargjöldin). Sennilega fá allir eitthvað sniðugt í eldhúsið næstu jól (smá viðvörun). Allavegana verða flestar gjafirnar litlar og nettar.
Annars erum við að fara í afmæli til Atla á eftir (mæting klukkan sex). Mig minnir að Egill hafi eitthvað verið að tala um að Atli ætlaði að reyna að grilla. Jummm... Sem betur fer er að létta til hérna og það er komin sól eftir mikið úrhelli. Vonandi helst veðrið svona áfram. Það er allavegana spáð sól og 15 stiga hita um helgina. Ég vona bara að nú sé vorið komið og veðrið haldist svona.
Annars er Aberdeenborg að byrja að blómstra út, kirsuberjatrén skarta æðislega fallegum bleikum blómum og svo eru einhver önnur tré sem blómstra hvítum blómum líka í fullum skrúða. (það er eitt þannig fyrir framan nýja húsið okkar).
Ég verð að drífa mig að fara að taka myndir af húsinu fyrir ykkur - leyfa ykkur að sjá hvar þið munuð gista ef þið komið í heimsókn (þetta voru vandlega dulin skilaboð til allra sem við þekkjum). hihihi......
Bið að heilsa í bili
Ragna
miðvikudagur, mars 24, 2004
Góðan daginn
Ég var einmitt að hugsa málið í gær hvað bloggið mitt hlytur að vera sérlega lítið áhugavert. Ég meina það...... í gær skrifaði ég um óléttubuxur!!!! Það er náttúrulega eitthvað að. En svona verður það víst að vera í heimi lítillra tíðinda og frétta.
Nú - annars fórum við með Eydísi til læknis í gær því að hún stökk öll út í litlum bólum á mánudagseftirmiðdaginn. Hún var samt ferlega hress, enginn hiti né kláði. Ég var alveg handviss að hún hefði þar af leiðandi fengið einhverskonar ofnæmiðsviðbrögð og hín fór í skólann í gær. En þegar ég sótti hana í skólann sagði kennarinn mér að þetta gæti verið hlaupabóla því að ein stepla úr bekknum væri með hana. Við fórum því til læknisins í gær og hann var svona líka hress. Nei, nei, nei - þetta er sem sagt ekki hlaupabóla, sennilega einhvers vírus, kannski í kjölfarið á hitanum sem Eydís fékk á laugardaginn. Ég get nú ekki sagt annað en að okkur sé létt því að hún er náttúrulega að fara til Íslands á sunnudaginn og því hefði þetta verið skelfileg tímasetning hjá henni. En heima er hún í dag vegna þess að þessi útbrot eru nátturulega ekkert sérlega skemmtileg fyrir augað. Hún fer sennilega aftur í skólann á morgun eða hinn.
Annars langar mig til að hrósa ykkur sem að á annað borð skoðið bloggið hvað þið eruð dugleg að setja inn komment. Maður verður svoooo glaður þegar maður sér að það eru einhverjir að lesa um okkur. Maður veit þá allavegana að við erum ekki alveg fallin í gleymskunar dá...... mikið var þetta sorglega ljóðrænt. En - allavegana, takk fyrir kommentin.
Nú ætla ég að fá mér kaffisopa og morgunmat (Eydís líka) og svo ætla ég að reyna að læra smá.
hilsen, Ragna
Ég var einmitt að hugsa málið í gær hvað bloggið mitt hlytur að vera sérlega lítið áhugavert. Ég meina það...... í gær skrifaði ég um óléttubuxur!!!! Það er náttúrulega eitthvað að. En svona verður það víst að vera í heimi lítillra tíðinda og frétta.
Nú - annars fórum við með Eydísi til læknis í gær því að hún stökk öll út í litlum bólum á mánudagseftirmiðdaginn. Hún var samt ferlega hress, enginn hiti né kláði. Ég var alveg handviss að hún hefði þar af leiðandi fengið einhverskonar ofnæmiðsviðbrögð og hín fór í skólann í gær. En þegar ég sótti hana í skólann sagði kennarinn mér að þetta gæti verið hlaupabóla því að ein stepla úr bekknum væri með hana. Við fórum því til læknisins í gær og hann var svona líka hress. Nei, nei, nei - þetta er sem sagt ekki hlaupabóla, sennilega einhvers vírus, kannski í kjölfarið á hitanum sem Eydís fékk á laugardaginn. Ég get nú ekki sagt annað en að okkur sé létt því að hún er náttúrulega að fara til Íslands á sunnudaginn og því hefði þetta verið skelfileg tímasetning hjá henni. En heima er hún í dag vegna þess að þessi útbrot eru nátturulega ekkert sérlega skemmtileg fyrir augað. Hún fer sennilega aftur í skólann á morgun eða hinn.
Annars langar mig til að hrósa ykkur sem að á annað borð skoðið bloggið hvað þið eruð dugleg að setja inn komment. Maður verður svoooo glaður þegar maður sér að það eru einhverjir að lesa um okkur. Maður veit þá allavegana að við erum ekki alveg fallin í gleymskunar dá...... mikið var þetta sorglega ljóðrænt. En - allavegana, takk fyrir kommentin.
Nú ætla ég að fá mér kaffisopa og morgunmat (Eydís líka) og svo ætla ég að reyna að læra smá.
hilsen, Ragna
þriðjudagur, mars 23, 2004
Hæhó
Ég afrekaði það að kaupa mér óléttubuxur í gær. Já - þetta er fyrsta svokallaða óléttuflíkin sem ég hef keypt mér. Þegar ég gékk með Eydísi saumaði ég mér buxur sem ég svo gékk í síðustu 3.5 mánuði meðgöngunnar. Þegar ég kom ut af spítalanum henti ég buxunum því ég var komin með algert ógeð á þeim. En - nýju buxurnar minar eru ferlega fínar og viti menn, þær kostuðu bara 28 pund í Mothercare (það gera rétt rúmlega 3500 krónur). Mér finnst það reyndar fáránlega lítill peningur miðað við hvað svona munaðarvara kostar heima. Egill hélt reyndar að hann yrði ekki eldri þegar hann sá buxurnar því að þær eru náttúrulega nett hallærislega þegar þær ná manni alveg upp undir brjóst. Frekar svona un-sexy.
Nú - að lokum langar mig að óska vinafólki okkar, Ingunni og Viktori, til hamingju með nýju litlu stelpuna sína. Hún fæddist laugardaginn 20. mars og var 12 merkur og 47 cm.
Þá er ein búin og fimm eftir. Oddný systir Friðdóru er í maí, Lára og Ég í júní, Ágústa vinkona í ágúst og Addý i september. Nóg um að vera þessa mánuðina.
jæja - verð að halda áfram að læra - hilsen i byen
Ragna
Ég afrekaði það að kaupa mér óléttubuxur í gær. Já - þetta er fyrsta svokallaða óléttuflíkin sem ég hef keypt mér. Þegar ég gékk með Eydísi saumaði ég mér buxur sem ég svo gékk í síðustu 3.5 mánuði meðgöngunnar. Þegar ég kom ut af spítalanum henti ég buxunum því ég var komin með algert ógeð á þeim. En - nýju buxurnar minar eru ferlega fínar og viti menn, þær kostuðu bara 28 pund í Mothercare (það gera rétt rúmlega 3500 krónur). Mér finnst það reyndar fáránlega lítill peningur miðað við hvað svona munaðarvara kostar heima. Egill hélt reyndar að hann yrði ekki eldri þegar hann sá buxurnar því að þær eru náttúrulega nett hallærislega þegar þær ná manni alveg upp undir brjóst. Frekar svona un-sexy.
Nú - að lokum langar mig að óska vinafólki okkar, Ingunni og Viktori, til hamingju með nýju litlu stelpuna sína. Hún fæddist laugardaginn 20. mars og var 12 merkur og 47 cm.
Þá er ein búin og fimm eftir. Oddný systir Friðdóru er í maí, Lára og Ég í júní, Ágústa vinkona í ágúst og Addý i september. Nóg um að vera þessa mánuðina.
jæja - verð að halda áfram að læra - hilsen i byen
Ragna
mánudagur, mars 22, 2004
Góðan mánudagsmorgun alle í hopa......!!!!
Já eftir langt helgarfrí ákvað ég að það væri komin tími til að blogga aftur.
Fyrir þá sem hafa áhuga þá fórum við í mælingarferð á föstudaginn og öll herbergin voru mæld upp. Sumt var stærra en okkur minnti en annað minna (eldhúsið er rétt nógu stórt fyrir einn).
Stofan er: 4,7*370,
borðstofan er: 3,25*3,12
Eldhúsið er: ómælanlegt sökum smæðar
Eydísar herbergi er: 3,70*2,84
Hjónherbergið er: 4,10*3,70
Gestaherbergið er: 3,17*3,0
Við erum bara svoooo fegin að Eydís fær loksins stórt og gott herbergi. Ég meina, barnið bjó í skókassa fyrstu árin og svo búin að vera eitt ár í herbergi sem eiginlega allt of lítið fyrir svona stóra stelpu. En þetta er allt að breytast til batnaðar og vonandi verða allir glaðir og ánægðir.
Nú annars var fínt að skoða íbúðina aftur því að við komumst að því að rafvirkjarnir voru búnir að taka allt í gegn og kláruðu sitt á föstudaginn. Málarinn byrjar að vinna í dag og klárar vonandi í lok vikunnar. Píparinn byrjar líka í dag en hann verður væntanlega eitthvað lengur. Svo er búið að ákveða að það verður skipt um teppi á öllu. (við erum mjög ánægð. Það er dumbrautt teppi á öllu núna oojjj..).
Við skelltum okkur líka í skranbúðina á föstudaginn og komumst að því að einhver hafði komið og keypt nánast allt draslið á staðnum. Og með því var fataskápurinn sem við ætluðum að kaupa. Buhuhuhu. En kallinn átti von á meira drasli á næstunni og þá kemur vonandi eitthvað af viti.
Nú annars leið helgin hjá okkur frekar tíðindalaus. Við skelltum okkur í bæinn á laugardaginn til að fata barnið upp fyrir væntanlega íslandsför (skó, buxur ofl.). Við rákumst á Hafdísi og ákváðum öll að fá okkur hádegismat saman. Eftir það tók við svaka þramm til að leita að hentugum strigaskóm á barnið. Það var bara eins og að skóbúðirnar hefðu tekið sig saman og ákveðið að eiga ekki skó í hennar stærð eða skó sem gátu flokkast sem strigaskór. Að lokum keyptum við Barbie-skó (draumaskónna hennar Eydísar) á 10 pund og hugsuðum með okkur að þeir voru svo ódýrir að við getum bara keypt annað par ef að þeir verða fljótt ónýtir. En þegar heim var komið leið Eydísi ekki sem best og undir kvöldmat var hún komin með hita (38,8). Svo kvartaði hún yfir í maganum og leið alls ekki vel. Hún var þó til í að borða með okkur heimabakaða pizzu en sofnaði fljótlega á eftir. Hún svaf svo hjá mér um nóttina (Egill svaf í kojunni) og vaknaði einum sinni um nóttina, aftur með magaverk, en sofnaði nú á innan við klukkutíma. Svo þegar hún vaknaði á sunnudaginn var hún eiturspræk, var með 5 kommur, en enga verki. Svo á hádegi mældist engin hiti og eftir því sem að sunnudagurinn leið sáum við að þetta var búið. Skrýtin þessi hitaköst sem að krakkar geta stundum fengið. Þetta er ekki í fyrsta sinn. En hún allavegana fór í skólann í morgun.
En núna eru bara sex dagar þangað til að hún fer til Íslands og mér er farið að kvíða ferlega fyrir. Hún spurði mig í gær hvort að ég ætti ekki eftir að sakna henna og ég svaraði að ég ætti eftir að sakna hennar alveg rosalega mikið. En þegar að ég spurði hana hvort hún ætti eftir að sakna mín þá svaraði hún: jújú.......en það verður svo gaman hjá mér að hitta alla.........og taldi svo upp alla sem hún ætlaði að hitta. Það er greinilegt að hún tekur þetta ekki nærri sér að vera að fara frá okkur enda þrælvön að þeytast út um allt með öllum (en aldrei svona lengi í einu reyndar).
Svo erum við að fara í 30 ára afmæli á föstudaginn til Atla og Egill er alvarlega að hugsa um að mæta í skotapilsi og lopapeysu. Ég er að hvetja hann til þess því að það væri ógeðslega cool. (nota nú comment-kerfið til að peppa hann til þess.)
jæja - nenni ekki þessu bulli lengur, verð að fara að gera eitthvað að viti.
Bið að heilsa. R
Já eftir langt helgarfrí ákvað ég að það væri komin tími til að blogga aftur.
Fyrir þá sem hafa áhuga þá fórum við í mælingarferð á föstudaginn og öll herbergin voru mæld upp. Sumt var stærra en okkur minnti en annað minna (eldhúsið er rétt nógu stórt fyrir einn).
Stofan er: 4,7*370,
borðstofan er: 3,25*3,12
Eldhúsið er: ómælanlegt sökum smæðar
Eydísar herbergi er: 3,70*2,84
Hjónherbergið er: 4,10*3,70
Gestaherbergið er: 3,17*3,0
Við erum bara svoooo fegin að Eydís fær loksins stórt og gott herbergi. Ég meina, barnið bjó í skókassa fyrstu árin og svo búin að vera eitt ár í herbergi sem eiginlega allt of lítið fyrir svona stóra stelpu. En þetta er allt að breytast til batnaðar og vonandi verða allir glaðir og ánægðir.
Nú annars var fínt að skoða íbúðina aftur því að við komumst að því að rafvirkjarnir voru búnir að taka allt í gegn og kláruðu sitt á föstudaginn. Málarinn byrjar að vinna í dag og klárar vonandi í lok vikunnar. Píparinn byrjar líka í dag en hann verður væntanlega eitthvað lengur. Svo er búið að ákveða að það verður skipt um teppi á öllu. (við erum mjög ánægð. Það er dumbrautt teppi á öllu núna oojjj..).
Við skelltum okkur líka í skranbúðina á föstudaginn og komumst að því að einhver hafði komið og keypt nánast allt draslið á staðnum. Og með því var fataskápurinn sem við ætluðum að kaupa. Buhuhuhu. En kallinn átti von á meira drasli á næstunni og þá kemur vonandi eitthvað af viti.
Nú annars leið helgin hjá okkur frekar tíðindalaus. Við skelltum okkur í bæinn á laugardaginn til að fata barnið upp fyrir væntanlega íslandsför (skó, buxur ofl.). Við rákumst á Hafdísi og ákváðum öll að fá okkur hádegismat saman. Eftir það tók við svaka þramm til að leita að hentugum strigaskóm á barnið. Það var bara eins og að skóbúðirnar hefðu tekið sig saman og ákveðið að eiga ekki skó í hennar stærð eða skó sem gátu flokkast sem strigaskór. Að lokum keyptum við Barbie-skó (draumaskónna hennar Eydísar) á 10 pund og hugsuðum með okkur að þeir voru svo ódýrir að við getum bara keypt annað par ef að þeir verða fljótt ónýtir. En þegar heim var komið leið Eydísi ekki sem best og undir kvöldmat var hún komin með hita (38,8). Svo kvartaði hún yfir í maganum og leið alls ekki vel. Hún var þó til í að borða með okkur heimabakaða pizzu en sofnaði fljótlega á eftir. Hún svaf svo hjá mér um nóttina (Egill svaf í kojunni) og vaknaði einum sinni um nóttina, aftur með magaverk, en sofnaði nú á innan við klukkutíma. Svo þegar hún vaknaði á sunnudaginn var hún eiturspræk, var með 5 kommur, en enga verki. Svo á hádegi mældist engin hiti og eftir því sem að sunnudagurinn leið sáum við að þetta var búið. Skrýtin þessi hitaköst sem að krakkar geta stundum fengið. Þetta er ekki í fyrsta sinn. En hún allavegana fór í skólann í morgun.
En núna eru bara sex dagar þangað til að hún fer til Íslands og mér er farið að kvíða ferlega fyrir. Hún spurði mig í gær hvort að ég ætti ekki eftir að sakna henna og ég svaraði að ég ætti eftir að sakna hennar alveg rosalega mikið. En þegar að ég spurði hana hvort hún ætti eftir að sakna mín þá svaraði hún: jújú.......en það verður svo gaman hjá mér að hitta alla.........og taldi svo upp alla sem hún ætlaði að hitta. Það er greinilegt að hún tekur þetta ekki nærri sér að vera að fara frá okkur enda þrælvön að þeytast út um allt með öllum (en aldrei svona lengi í einu reyndar).
Svo erum við að fara í 30 ára afmæli á föstudaginn til Atla og Egill er alvarlega að hugsa um að mæta í skotapilsi og lopapeysu. Ég er að hvetja hann til þess því að það væri ógeðslega cool. (nota nú comment-kerfið til að peppa hann til þess.)
jæja - nenni ekki þessu bulli lengur, verð að fara að gera eitthvað að viti.
Bið að heilsa. R
fimmtudagur, mars 18, 2004
Halló
Jæja - nú erum við formlega búin að segja upp leigunni á 24c Linksfield Road. Við þurfum sem sagt að rýma íbúðina fyrir 17. apríl. Mér líður einhvernvegin miklu betur andlega þessa dagana. Ég held að ég hafi bara algerlega verið búin að fá nóg af því að búa alltaf í svona þröngu húsnæði. Ég er ekki að segja að við séum að fara í einhverja höll en þegar maður er alltaf með troðfulla fataskápa af drasli, allt fullt undir öllum rúmum af því að það er ekkert geymslupláss þá verður maður eitthvað svo þreyttur. Í nýja húsinu fylgir allavegana geymsluloft og "shed" úti í garði. Það verður sko mikill munur. Mikið hlakkar mig til. Ég og Egill ætlum svo að fara á morgun í nýja húsið og mæla það allt upp til þess að vita hvað við megum kaupa stór húsgögn. Við ætlum svo að fara í "draumabúðina" okkar aftur (þið vitið hvaða búð ég er að tala um......skranbúðin mikla) og kaupa fataskápa. Við erum búin að finna einn sem er alger draumur og hann kostar bara 15 pund (2000 kall). Svo erum við að bíða eftir því að það komi inn hentugur skápur sem hægt verður að nota sem sjónvarpsskáp. Það er nefnilega draumurinn hans Egils að geta lokað sjónvarpið inní í skáp. Svo ætlum við að reyna að sitja fyrir nokkrum kommóðum og fleira held ég að okkur vanti nú ekki. Jú - reyndar eigum við engan sófa en það er sífellt verið að selja notaða sófa í gegnum local dagblaðið hérna þannig að við finnum áreiðanlega eitthvað sem verður hægt að sitja á.
En helstu fréttirnar eru nú þær að við keyptum okkur rúm í fyrradag. Já - nú kom sér vel að hafa fengið smá pening í brúðkaupsgjöf. Við keyptum stórt amerískt rúm með skúffum undir. (Jóhanna benti okkur á að svona skúffur væru nauðsynlegar) Það kostaði náttúrulega bara brotabrot af því sem það kostar heima. Til hamingju með það....takk, takk, takk.
Ég held reyndar að rúmakaupin séu helsta ástæðan fyrir því að ég sé svona spennt að flytja. Núna sofum við í rúmi sem er 1,35 cm og þurfum að hafa aukasæng undir okkur til að finna minna fyrir gormunum í dýnunni. Ekki hentugt fyrir ófríska frúnna, ónei.
En - læt ykkur vita hvernig mælingar á húsinu ganga á morgun og hvort að einhverjar framkvæmdir eru hafnar á því (held reyndar að þeir nái ekki að klára allt sem á að gera áður en við flytjum inn.) En þar er alltaf gott að vera hæfilega svartsýnn því þá verður maður ekki fyrir vonbrigðum ef allt fer á versta veg en afskaplega ánægður ef eitthvað tekst vel. (lífsspeki dagsins)
Kv. Ragna
Jæja - nú erum við formlega búin að segja upp leigunni á 24c Linksfield Road. Við þurfum sem sagt að rýma íbúðina fyrir 17. apríl. Mér líður einhvernvegin miklu betur andlega þessa dagana. Ég held að ég hafi bara algerlega verið búin að fá nóg af því að búa alltaf í svona þröngu húsnæði. Ég er ekki að segja að við séum að fara í einhverja höll en þegar maður er alltaf með troðfulla fataskápa af drasli, allt fullt undir öllum rúmum af því að það er ekkert geymslupláss þá verður maður eitthvað svo þreyttur. Í nýja húsinu fylgir allavegana geymsluloft og "shed" úti í garði. Það verður sko mikill munur. Mikið hlakkar mig til. Ég og Egill ætlum svo að fara á morgun í nýja húsið og mæla það allt upp til þess að vita hvað við megum kaupa stór húsgögn. Við ætlum svo að fara í "draumabúðina" okkar aftur (þið vitið hvaða búð ég er að tala um......skranbúðin mikla) og kaupa fataskápa. Við erum búin að finna einn sem er alger draumur og hann kostar bara 15 pund (2000 kall). Svo erum við að bíða eftir því að það komi inn hentugur skápur sem hægt verður að nota sem sjónvarpsskáp. Það er nefnilega draumurinn hans Egils að geta lokað sjónvarpið inní í skáp. Svo ætlum við að reyna að sitja fyrir nokkrum kommóðum og fleira held ég að okkur vanti nú ekki. Jú - reyndar eigum við engan sófa en það er sífellt verið að selja notaða sófa í gegnum local dagblaðið hérna þannig að við finnum áreiðanlega eitthvað sem verður hægt að sitja á.
En helstu fréttirnar eru nú þær að við keyptum okkur rúm í fyrradag. Já - nú kom sér vel að hafa fengið smá pening í brúðkaupsgjöf. Við keyptum stórt amerískt rúm með skúffum undir. (Jóhanna benti okkur á að svona skúffur væru nauðsynlegar) Það kostaði náttúrulega bara brotabrot af því sem það kostar heima. Til hamingju með það....takk, takk, takk.
Ég held reyndar að rúmakaupin séu helsta ástæðan fyrir því að ég sé svona spennt að flytja. Núna sofum við í rúmi sem er 1,35 cm og þurfum að hafa aukasæng undir okkur til að finna minna fyrir gormunum í dýnunni. Ekki hentugt fyrir ófríska frúnna, ónei.
En - læt ykkur vita hvernig mælingar á húsinu ganga á morgun og hvort að einhverjar framkvæmdir eru hafnar á því (held reyndar að þeir nái ekki að klára allt sem á að gera áður en við flytjum inn.) En þar er alltaf gott að vera hæfilega svartsýnn því þá verður maður ekki fyrir vonbrigðum ef allt fer á versta veg en afskaplega ánægður ef eitthvað tekst vel. (lífsspeki dagsins)
Kv. Ragna
mánudagur, mars 15, 2004
Nú kemur lítil saga af því hvernig bankamálin ganga fyrir sig hérna.
Nú - á mánudaginn ætla ég að skreppa út í banka því að ég var með 2 ávísanir sem ég þurfti að skipta. Ein var endurgreiðsla frá skólanum mínum og hin var afmælispeningur frá Íslandi. Jújú - við Eydís förum og stöndum hálftíma í röð og komumst svo loksins að. 'Eg bið ungann mann vinsamlegast um að skipta fyrir mig ávísununum í peninga. Það sem mætir mér er bara furðusvipur og ungi maðurinn svara að það sé því miður ekki hægt. Ég verði að vera með reikning til þess að skipta þeim. Þar sem ég á engann reikning í Skotlandi gat ég ekkert gert. Hissa, stóð ég upp og labbaði út. Daginn eftir fór ég aftur út í banka og hafði í þetta sinn Egil með mér. Hann á reikning í bankanum og ég ætlaði bara að leggja herlegheitin inn á hann. Nei - viti menn.........ég get bara lagt inn á minn eigin reikning. Merkilegt. En að gera það á staðnum var ekki hægt.....konan sagði að við þyrftum að panta tíma hjá þjónustufulltrúa í aðalútibúinu og svo gæti ég fengið reikning. Við fórum upp á skrifstofu til Egils og reyndum í þrígang að ná sambandi við aðalútibúið og eftir að hafa flakkað á milli símstöðva í klukkutima gáfumst við upp og ákváðum bara að mæta á staðinn. Sem við og gerðum. Nú - leiðin lá beint í "Enquieries" til að fá tíma hjá þjónustufulltrúa. Þar mættum við myndarlegum dreng sem var ekkert nema óhjálpsemin. Þegar við sögðumst ætla að stofna reikning fyrir mig þá byrjaði hann á að snúa upp á sig og sagði að við gætum það ekki nema að hafa passann minn með. En þar sem að við Egill erum orðin svo sjóuð í þessu öllu saman þá var ég með passan í töskunni og skellti honum á borðið. Þá endurtók drengurinn (sem varð sífellt minna myndarlegur) að ég gæti samt ekki stofnað reikning því að ég yrði að koma með reikning sem væri stílaður á mitt nafn þannig að hægt væri að staðfesta heimilisfangið. Nú - en brá ég úr töskunni minni umræddann reikning og setti hann á borðið. Þá klykkti drengurinn út með því að við yrðum að geta sýnt fram á launaseðil eða staðfestingu frá LíN. Þá varð mér nú nóg boðið. Ég spurði hann bara hreint út hvort að heimavinnandi mæður þyrftu að sýna fram laun. Þá koðnaði hann eitthvað niður og sagði okkur að bíða. Ég meina það......það var alveg greinilegt að hann vildi ekki að ég stofnaði reikning. Á þessum tímapunkti var Egill orðin alveg sjóðandi íllur og orðaði það þannig að á þessum stundum vildi maður stundum óska þess að maður væri bara heima á gamla góða Íslandi.
En til þess að bjarga málunum kom ung stúlka og reddaði þessu öllu saman fyrir okkur. H'un stofnaði "Joint-account" fyrir okkur og ég fæ kortið mitt innan 10 daga. En þið verðið að hafa í huga að þetta er ekkert venjulegt debetkort......ó nei.....þetta er bara hraðbankakort. Þeir láta ekki útlendinga hafa venljulegt debetkort fyrr en þeir eru búnir að búa í landinu í 3 ár. En þeir eru sko alveg til í að láta mann hafa kreditkort. Ég sagði nú að þetta væri nú svolítið öfugt hjá þeim. Þeir eru til í að lána manni pening fyrir kreditkorti en leyfa manni ekki að fá kort til að eyða sínum eigin peningi. Við þessu hafði konan engin svör. Svo gegnum við út úr bankanum sæl og glöð með að hafa fengið náðarsamlegast að stofna bankareikning.
Þetta var smásaga dagsins.
kveðja Ragna
Nú - á mánudaginn ætla ég að skreppa út í banka því að ég var með 2 ávísanir sem ég þurfti að skipta. Ein var endurgreiðsla frá skólanum mínum og hin var afmælispeningur frá Íslandi. Jújú - við Eydís förum og stöndum hálftíma í röð og komumst svo loksins að. 'Eg bið ungann mann vinsamlegast um að skipta fyrir mig ávísununum í peninga. Það sem mætir mér er bara furðusvipur og ungi maðurinn svara að það sé því miður ekki hægt. Ég verði að vera með reikning til þess að skipta þeim. Þar sem ég á engann reikning í Skotlandi gat ég ekkert gert. Hissa, stóð ég upp og labbaði út. Daginn eftir fór ég aftur út í banka og hafði í þetta sinn Egil með mér. Hann á reikning í bankanum og ég ætlaði bara að leggja herlegheitin inn á hann. Nei - viti menn.........ég get bara lagt inn á minn eigin reikning. Merkilegt. En að gera það á staðnum var ekki hægt.....konan sagði að við þyrftum að panta tíma hjá þjónustufulltrúa í aðalútibúinu og svo gæti ég fengið reikning. Við fórum upp á skrifstofu til Egils og reyndum í þrígang að ná sambandi við aðalútibúið og eftir að hafa flakkað á milli símstöðva í klukkutima gáfumst við upp og ákváðum bara að mæta á staðinn. Sem við og gerðum. Nú - leiðin lá beint í "Enquieries" til að fá tíma hjá þjónustufulltrúa. Þar mættum við myndarlegum dreng sem var ekkert nema óhjálpsemin. Þegar við sögðumst ætla að stofna reikning fyrir mig þá byrjaði hann á að snúa upp á sig og sagði að við gætum það ekki nema að hafa passann minn með. En þar sem að við Egill erum orðin svo sjóuð í þessu öllu saman þá var ég með passan í töskunni og skellti honum á borðið. Þá endurtók drengurinn (sem varð sífellt minna myndarlegur) að ég gæti samt ekki stofnað reikning því að ég yrði að koma með reikning sem væri stílaður á mitt nafn þannig að hægt væri að staðfesta heimilisfangið. Nú - en brá ég úr töskunni minni umræddann reikning og setti hann á borðið. Þá klykkti drengurinn út með því að við yrðum að geta sýnt fram á launaseðil eða staðfestingu frá LíN. Þá varð mér nú nóg boðið. Ég spurði hann bara hreint út hvort að heimavinnandi mæður þyrftu að sýna fram laun. Þá koðnaði hann eitthvað niður og sagði okkur að bíða. Ég meina það......það var alveg greinilegt að hann vildi ekki að ég stofnaði reikning. Á þessum tímapunkti var Egill orðin alveg sjóðandi íllur og orðaði það þannig að á þessum stundum vildi maður stundum óska þess að maður væri bara heima á gamla góða Íslandi.
En til þess að bjarga málunum kom ung stúlka og reddaði þessu öllu saman fyrir okkur. H'un stofnaði "Joint-account" fyrir okkur og ég fæ kortið mitt innan 10 daga. En þið verðið að hafa í huga að þetta er ekkert venjulegt debetkort......ó nei.....þetta er bara hraðbankakort. Þeir láta ekki útlendinga hafa venljulegt debetkort fyrr en þeir eru búnir að búa í landinu í 3 ár. En þeir eru sko alveg til í að láta mann hafa kreditkort. Ég sagði nú að þetta væri nú svolítið öfugt hjá þeim. Þeir eru til í að lána manni pening fyrir kreditkorti en leyfa manni ekki að fá kort til að eyða sínum eigin peningi. Við þessu hafði konan engin svör. Svo gegnum við út úr bankanum sæl og glöð með að hafa fengið náðarsamlegast að stofna bankareikning.
Þetta var smásaga dagsins.
kveðja Ragna
laugardagur, mars 13, 2004
Þetta er að verða eins og alvöru fréttastofa
Nýjustu fréttir: Eydís er á leiðinni heim til Íslands. Já - hún fer 28. mars og verður samferða Atla og Jóhönnu sem ætla sér heim um páskana. Svo ætlar Eydís að vera í góðu yfirlæti til skiptis hjá ömmu og afa í Garðabæ og hjá ömmu og afa í Stóragerði. Mamma ætlar svo að koma með hana til okkar þann 16. apríl og heimsækja okkur í leiðinni. Þetta kemur sér einstaklega vel fyrir okkur því að nú er að verða brjálað að gera hjá Agli og ég er að fara í svokallað "Placement" allan apríl. Placement er þegar að maður þarf að vinna í einhverju fyrirtæki í heilann mánuð og skila svo ritgerð um það sem maður hefur lært. En við neitum því nú ekki að það verður einmannalegt hérna án Eydísar. Ég á sárlega erfitt að hugsa mér að hún verði svona lengi í burtu frá mér. En ég veit að hún á eftir að skemmta sér konunglega, hitta fullt af fólki (fermingaveislur) og borða rosalega mikið af góðum mat, svo ég tali nú ekki um páskaeggin. (buhuhuh...ég fæ engin páskaegg).
En svona eru nú málin í dag í Aberdeen. Við erum á leiðinnni í búðarleiðangur að skoða rúm. Já - nú kemur sér sérstaklega vel að hafa fengið pening í brúðkaupsgjöf. Við ætlum að kaupa draumarúmið (eigum eftir að finna það) og látum ykkur svo öll vita hvað það kostaði mikið minna en svipað rúm á Íslandi. (þetta var svolítið nastý hjá mér er það ekki???) hahahahah !!!!!
En - rúmin bíða - bið að heilsa
Ragna
Nýjustu fréttir: Eydís er á leiðinni heim til Íslands. Já - hún fer 28. mars og verður samferða Atla og Jóhönnu sem ætla sér heim um páskana. Svo ætlar Eydís að vera í góðu yfirlæti til skiptis hjá ömmu og afa í Garðabæ og hjá ömmu og afa í Stóragerði. Mamma ætlar svo að koma með hana til okkar þann 16. apríl og heimsækja okkur í leiðinni. Þetta kemur sér einstaklega vel fyrir okkur því að nú er að verða brjálað að gera hjá Agli og ég er að fara í svokallað "Placement" allan apríl. Placement er þegar að maður þarf að vinna í einhverju fyrirtæki í heilann mánuð og skila svo ritgerð um það sem maður hefur lært. En við neitum því nú ekki að það verður einmannalegt hérna án Eydísar. Ég á sárlega erfitt að hugsa mér að hún verði svona lengi í burtu frá mér. En ég veit að hún á eftir að skemmta sér konunglega, hitta fullt af fólki (fermingaveislur) og borða rosalega mikið af góðum mat, svo ég tali nú ekki um páskaeggin. (buhuhuh...ég fæ engin páskaegg).
En svona eru nú málin í dag í Aberdeen. Við erum á leiðinnni í búðarleiðangur að skoða rúm. Já - nú kemur sér sérstaklega vel að hafa fengið pening í brúðkaupsgjöf. Við ætlum að kaupa draumarúmið (eigum eftir að finna það) og látum ykkur svo öll vita hvað það kostaði mikið minna en svipað rúm á Íslandi. (þetta var svolítið nastý hjá mér er það ekki???) hahahahah !!!!!
En - rúmin bíða - bið að heilsa
Ragna
föstudagur, mars 12, 2004
Framhaldsfréttir frá því í gær:
Eins og sagt var í fréttum í gær þá rambaði ég inn í skranbúð og varð ástfangin þar af nokkrum hlutum. Þess vegna dró ég Egil með mér klukkan 09,00 í morgun (ég veit, þetta er óguðlegur tími til að versla) til að skoða skranið og fá samþykki frá honum til að kaupa það sem mig langaði í. (Hann ræður öllu í okkar sambandi). Nú það er skemmst frá því að segja að eftir mikla leit af hlutunum mínum (það var búið að færa allt til) fundust þeir allir. Egill var nú ekkert sérstaklega hrifinn af vínskápnum en fannst kistillinn sérlega flottur. Náttborðin fengu hlutlausan dóm.
Nú kallinn var búin að verðleggja þetta allt á 28 pund fyrir mig í gær en í dag var hann greinilega í betra skapi og bauð okkur allt dótið á 20 pund. (2600 krónur !!!!!) Ég held að kallinn hafi verið sérstaklega ánægður að losna við vínskápinn. Hann og Egill voru alveg sammála að hann væri ekki flottur. Egill hótaði að skila honum ef hann yrði ekki ánægður og það kom bara skelfingarsvipur á kallinn. En þetta er allt núna á stofugólfinu hjá mér og þeir sem vilja skoða herlegheitinn geta smellt HÉR til þess að skoða myndir. Dæmi svo hver fyrir sig. Endilega setja COMMENT.........!
Kveðja í bili
Ragna
Eins og sagt var í fréttum í gær þá rambaði ég inn í skranbúð og varð ástfangin þar af nokkrum hlutum. Þess vegna dró ég Egil með mér klukkan 09,00 í morgun (ég veit, þetta er óguðlegur tími til að versla) til að skoða skranið og fá samþykki frá honum til að kaupa það sem mig langaði í. (Hann ræður öllu í okkar sambandi). Nú það er skemmst frá því að segja að eftir mikla leit af hlutunum mínum (það var búið að færa allt til) fundust þeir allir. Egill var nú ekkert sérstaklega hrifinn af vínskápnum en fannst kistillinn sérlega flottur. Náttborðin fengu hlutlausan dóm.
Nú kallinn var búin að verðleggja þetta allt á 28 pund fyrir mig í gær en í dag var hann greinilega í betra skapi og bauð okkur allt dótið á 20 pund. (2600 krónur !!!!!) Ég held að kallinn hafi verið sérstaklega ánægður að losna við vínskápinn. Hann og Egill voru alveg sammála að hann væri ekki flottur. Egill hótaði að skila honum ef hann yrði ekki ánægður og það kom bara skelfingarsvipur á kallinn. En þetta er allt núna á stofugólfinu hjá mér og þeir sem vilja skoða herlegheitinn geta smellt HÉR til þess að skoða myndir. Dæmi svo hver fyrir sig. Endilega setja COMMENT.........!
Kveðja í bili
Ragna
fimmtudagur, mars 11, 2004
Jæja - fyrir þá sem eru að drepast úr spenningi varðandi okkar húsamál þá koma hér með nýjustu fréttir:
Egill hringdi í leigusalann á íbúðinni sem við erum í núna og við fáum að framlengja um mánuð. Það þýðir að við verðum að vera búin að losa hérna fyrir 17. apríl 2004.
Konan í Háskólanum er buin að tala við verktaka og segir okkur það að nýja húsið eigi eftir að verða tilbúið fyrir 13. apríl 2004. Þannig að þetta gæti ekki passað betur.
Niðurstaðan er: flutningar dagana 13,14,15 og 16 apríl. Öll hjálp vel þegin - bjór og pizza í boði........hihihihihihih.
Svo rambaði ég inn á einhverja skranbúð í dag og varð ástfangin af gömlum tekk-vínskáp og rosalega fallegri yfirdekktri kistu til að hafa við fótagaflinn á rúminu okkar. Hvort um sig átti að kosta 4 pund en það gerir ekki nema 520 kr/stk. Svo var þvílíka úrvalið af fataskápum, kommóðum, náttborðum ofl. skemmtilegu dóti. Þarna voru líka tveir kostulegir kallar að afgreiða, ég skildi nú varla hvað þeir sögðu, slíkt var tannleysið. En þeir voru ferlega hressir og kölluðu mig "sæta" og gáfu Eydísi nammi. Ekki verra.
Nú - fleira er ekki í fréttum í bili, fréttir verða sagðar aftur á morgun um svipað leyti.
Kv. R
Egill hringdi í leigusalann á íbúðinni sem við erum í núna og við fáum að framlengja um mánuð. Það þýðir að við verðum að vera búin að losa hérna fyrir 17. apríl 2004.
Konan í Háskólanum er buin að tala við verktaka og segir okkur það að nýja húsið eigi eftir að verða tilbúið fyrir 13. apríl 2004. Þannig að þetta gæti ekki passað betur.
Niðurstaðan er: flutningar dagana 13,14,15 og 16 apríl. Öll hjálp vel þegin - bjór og pizza í boði........hihihihihihih.
Svo rambaði ég inn á einhverja skranbúð í dag og varð ástfangin af gömlum tekk-vínskáp og rosalega fallegri yfirdekktri kistu til að hafa við fótagaflinn á rúminu okkar. Hvort um sig átti að kosta 4 pund en það gerir ekki nema 520 kr/stk. Svo var þvílíka úrvalið af fataskápum, kommóðum, náttborðum ofl. skemmtilegu dóti. Þarna voru líka tveir kostulegir kallar að afgreiða, ég skildi nú varla hvað þeir sögðu, slíkt var tannleysið. En þeir voru ferlega hressir og kölluðu mig "sæta" og gáfu Eydísi nammi. Ekki verra.
Nú - fleira er ekki í fréttum í bili, fréttir verða sagðar aftur á morgun um svipað leyti.
Kv. R
miðvikudagur, mars 10, 2004
Jæja - fréttir dagsins
Við fórum í gær til þess að skoða þessar íbúðir sem standa okkur til boða í gegnum leigumiðlun Háskólans í Aberdeen.
Önnur stendur við umferðargötu og er með rosalega fínum garði. Inní var allt tip top, málað í hlutlausum litum, fín húsgögn og allt barasta fínt. Það mundi kosta okkur 650 pundað leigja hana.
Hin íbúðin stendur inní botnlanga, garðurinn smá ruslaralegur (ekkert sem við getum ekki lagað) en að innan var hún hræðileg. Málað í hryllilegum litum, skítugt, og vond lykt. Konan frá háskólanum var sjálf í sjokki þegar hún sá ástandið. Það var fólk að flytja út (þjóðverjar) og þau eru búin að vera þarna síðan 1997. Konan frá háskólanum sagði að áður en að hægt væri að bjóða okkur íbúðina yrði að taka hana í gegn. Hún verður máluð, eldhúsið lagað, rafmagnið tekið í gegn, settir nýjir dúkar á bað og eldhús, sennilega verður sett nýtt teppi, og skipt verður um baðkar, vask og klósett. Þessi íbúð myndi kosta okkur 570 pund á mánuði (borgum núna 575) en þar eru engin húsgögn.
Við verðum nú að viðurkenna að þó að hún hafi lítið ílla út þá erum við hrifnari að henni, aðallega af því að hún stendur í botnlanga og kostar minna. Á móti kemur að við þurfum að kaupa eitthvað af húsgögnum en til lengri tíma litið þá myndi það borga sig.
Nú - til að lýsa húsinu aðeins þá kemur maður inn í forstofu þar sem er fataskápur. Þar innaf er hol sem leiðir m.a. inn á lítið klósett, stofuna (sem er frekar stór), eldhúsið (sem er frekar lítið) og borðstofu. Hægt er að ganga út í garð úr eldhúsinu. Beint á móti forstofunni er stigagangurinn. Á efti hæðinni er strax gengið inn í sæmilega stórt herbergi (Eydísar herbergi) við hliðina á því er hjónaherbergið (stórt) og svo gestaherbergið (frekar lítið), baðherbergið er lítið og ljótt en á eftir að lagast (vonandi). Húsið sjálf er voðalega flott að sjá, hlaðið úr gráu og bleiku graníti og allir sem búa í götunni eru ýmist framhaldsnemar eins og Egill eða kennarar við Háskólann. Fyrir frama húsið er síðan smá svona sameiginlegt grænt svæði með trjám. Nú er bara að vona að konan sjái til þess að þetta verði sómasamlegt að innan eins og hin íbúðin.
Eins og er erum við að reyna að framlengja samningnum okkar hérna um einn mánuð eða til 17. apríl. Það gefur þeim tíma til að laga húsið og gera hana íbúðarhæfa. Ef að við fáum ekki framlengt megum við flytja tímabundið inn í íbúðina með húsgögnunum og færa okkur svo yfir þegar að hin er tilbúin. Kemur allt í ljós á næstu dögum.
En þetta voru sem sagt fréttir dagsins. Við flytjum sem sagt annað hvort þann 17. mars eða 17. apríl. Í millitíðinni verðum við sennilega tíðir gestir í húsgagnaverslunum og "secondhand" búðum.
Kveðja Ragna
Við fórum í gær til þess að skoða þessar íbúðir sem standa okkur til boða í gegnum leigumiðlun Háskólans í Aberdeen.
Önnur stendur við umferðargötu og er með rosalega fínum garði. Inní var allt tip top, málað í hlutlausum litum, fín húsgögn og allt barasta fínt. Það mundi kosta okkur 650 pundað leigja hana.
Hin íbúðin stendur inní botnlanga, garðurinn smá ruslaralegur (ekkert sem við getum ekki lagað) en að innan var hún hræðileg. Málað í hryllilegum litum, skítugt, og vond lykt. Konan frá háskólanum var sjálf í sjokki þegar hún sá ástandið. Það var fólk að flytja út (þjóðverjar) og þau eru búin að vera þarna síðan 1997. Konan frá háskólanum sagði að áður en að hægt væri að bjóða okkur íbúðina yrði að taka hana í gegn. Hún verður máluð, eldhúsið lagað, rafmagnið tekið í gegn, settir nýjir dúkar á bað og eldhús, sennilega verður sett nýtt teppi, og skipt verður um baðkar, vask og klósett. Þessi íbúð myndi kosta okkur 570 pund á mánuði (borgum núna 575) en þar eru engin húsgögn.
Við verðum nú að viðurkenna að þó að hún hafi lítið ílla út þá erum við hrifnari að henni, aðallega af því að hún stendur í botnlanga og kostar minna. Á móti kemur að við þurfum að kaupa eitthvað af húsgögnum en til lengri tíma litið þá myndi það borga sig.
Nú - til að lýsa húsinu aðeins þá kemur maður inn í forstofu þar sem er fataskápur. Þar innaf er hol sem leiðir m.a. inn á lítið klósett, stofuna (sem er frekar stór), eldhúsið (sem er frekar lítið) og borðstofu. Hægt er að ganga út í garð úr eldhúsinu. Beint á móti forstofunni er stigagangurinn. Á efti hæðinni er strax gengið inn í sæmilega stórt herbergi (Eydísar herbergi) við hliðina á því er hjónaherbergið (stórt) og svo gestaherbergið (frekar lítið), baðherbergið er lítið og ljótt en á eftir að lagast (vonandi). Húsið sjálf er voðalega flott að sjá, hlaðið úr gráu og bleiku graníti og allir sem búa í götunni eru ýmist framhaldsnemar eins og Egill eða kennarar við Háskólann. Fyrir frama húsið er síðan smá svona sameiginlegt grænt svæði með trjám. Nú er bara að vona að konan sjái til þess að þetta verði sómasamlegt að innan eins og hin íbúðin.
Eins og er erum við að reyna að framlengja samningnum okkar hérna um einn mánuð eða til 17. apríl. Það gefur þeim tíma til að laga húsið og gera hana íbúðarhæfa. Ef að við fáum ekki framlengt megum við flytja tímabundið inn í íbúðina með húsgögnunum og færa okkur svo yfir þegar að hin er tilbúin. Kemur allt í ljós á næstu dögum.
En þetta voru sem sagt fréttir dagsins. Við flytjum sem sagt annað hvort þann 17. mars eða 17. apríl. Í millitíðinni verðum við sennilega tíðir gestir í húsgagnaverslunum og "secondhand" búðum.
Kveðja Ragna
þriðjudagur, mars 09, 2004
Viljið til vita svolítið skrýtið.............eftir viku er EITT ÁR síðan að ég flutti til Aberdeen. Finnst ykkur þetta ekki hafa verið fljótt að líða. Allavegana finnst mér það. Og Egill er búin að vera hér í eitt og hálft ár. Mikið gasalega er þetta fljótt að líða. Það er engin leið að segja nákvæmlega til um hvenær Egill klárar sitt nám en við stefnum á að flytja heim í kringum áramótin 2005-2006. Nema að við flytjum eitthvert annað eins og til dæmis til Danmerkur. Aldrei að vita. Allt til í dæminu.
Fyrir þá sem hafa ennþá áhyggjur af Eydísi þá getum við eytt þeim áhyggjum hér með. Hún nefnilega tilkynnti í gærkveldi að þegar að hún yrði stór ætlaði hún að verða kennari í skólanum sínum. Það segir nú bara sitt um hvað henni líður vel í skólanum og í þessu umhverfi hérna.
Annars gengur öllum vel í sínum skólum, Egill er ennþá að telja frjókorn og er orðinn ansi klár og getur talið upp aá hundrað án þess að fibast. Ég er enþá að reyna að byrja á ritgerðinni minni um E-books en mér gengur eitthvað ílla. Það er eitthvað við þetta verkefni sem er ekki að gera sig. En maður ströglast áfram og á endanum kemur eitthvað sem líkist ritgerð.
Jæja - nú er komið að stóru stundinni. 'I dag, nánar tiltekið klukkan þrjú, fáum við að skoða íbúðina sem ég var svona spennt fyrir. Nú biðjum við alla sem vettlingi geta haldið að krossa fingur og vona að þessi íbúð sé sæmileg að innan. Ef hún er það, þá tökum við hana. Og hananú!!!
Jæja - læt þetta duga i bili, skrifa meira þegar ég veit meira um íbúðina
kv Ragna
Fyrir þá sem hafa ennþá áhyggjur af Eydísi þá getum við eytt þeim áhyggjum hér með. Hún nefnilega tilkynnti í gærkveldi að þegar að hún yrði stór ætlaði hún að verða kennari í skólanum sínum. Það segir nú bara sitt um hvað henni líður vel í skólanum og í þessu umhverfi hérna.
Annars gengur öllum vel í sínum skólum, Egill er ennþá að telja frjókorn og er orðinn ansi klár og getur talið upp aá hundrað án þess að fibast. Ég er enþá að reyna að byrja á ritgerðinni minni um E-books en mér gengur eitthvað ílla. Það er eitthvað við þetta verkefni sem er ekki að gera sig. En maður ströglast áfram og á endanum kemur eitthvað sem líkist ritgerð.
Jæja - nú er komið að stóru stundinni. 'I dag, nánar tiltekið klukkan þrjú, fáum við að skoða íbúðina sem ég var svona spennt fyrir. Nú biðjum við alla sem vettlingi geta haldið að krossa fingur og vona að þessi íbúð sé sæmileg að innan. Ef hún er það, þá tökum við hana. Og hananú!!!
Jæja - læt þetta duga i bili, skrifa meira þegar ég veit meira um íbúðina
kv Ragna
föstudagur, mars 05, 2004
Mikið gasalega rosalega verð ég ánægð þegar að fólk skilur eftir smá skilaboð á blogginu. (fyrir þá sem vita ekki hvað ég er að tala um þá er það neðst á hverju bloggi undir linknum "Comment".)
Já -það er mikill munur að vita það að fólk er að skoða bloggið - maður er sem sagt ekki að skrifa tilgangslaust bull (má reyndar deila um hvort að það sem ég skrifa hafi tilgang eða ekki)
Nú - ekki hefur mikið gerst síðan að ég bloggaði síðast annað en að ég bíð með hjartað í brókunum hvort að við fáum á leigu íbúð sem er FULLKOMIN. Við erum reyndar ekki búin að skoða hana að innan en ég vill að hún sé fullkomin að innan því að hún er definetly fullkomin að utan. Svo er staðsetninginn alveg frábær. En eins og venjuega tekur þetta allt saman tíma og ég er ekki sú þolinmóðasta. 'Eg vildi óska að allt hefði gerst í gær. En nú er að krossa fingurnar og vona að allt gangi upp.
En jæja - verð að drífa mig til að sækja Eydísi
Kveðja Ragna
Já -það er mikill munur að vita það að fólk er að skoða bloggið - maður er sem sagt ekki að skrifa tilgangslaust bull (má reyndar deila um hvort að það sem ég skrifa hafi tilgang eða ekki)
Nú - ekki hefur mikið gerst síðan að ég bloggaði síðast annað en að ég bíð með hjartað í brókunum hvort að við fáum á leigu íbúð sem er FULLKOMIN. Við erum reyndar ekki búin að skoða hana að innan en ég vill að hún sé fullkomin að innan því að hún er definetly fullkomin að utan. Svo er staðsetninginn alveg frábær. En eins og venjuega tekur þetta allt saman tíma og ég er ekki sú þolinmóðasta. 'Eg vildi óska að allt hefði gerst í gær. En nú er að krossa fingurnar og vona að allt gangi upp.
En jæja - verð að drífa mig til að sækja Eydísi
Kveðja Ragna
þriðjudagur, mars 02, 2004
Hæhæ
Já þrátt fyrir leiðinlega spá varð síðasta helgi óvenjulega skemmtileg eftir allt saman. Við hittum Kristján og Þóri á kaffihúsi og einhvernvegin varð sú ákvörðun tekin að skella sér á þorrablót daginn eftir í Edinburgh. VIð vorum nefnilega búin að ákveða að fara ekki (aðallega vegna peningaleysis) en svo komumst við að því að það kostaði helmingi minna inn heldur en í fyrra. Því var ákveðið að skella sér og á laugardaginn klukkan 18,00 var lagt af stað (ástæðan fyrir að lagt var svona seint af stað var að Þórir var að vinna til 17,00). En þetta tókst allt saman giftusamlega og við fengum þennan líka fína þorramat og svo var brennivín í boði íslenska sendiherrans. Ýmiskonar skemmtiatriði voru á boðstólnum, upplestur úr nýrri bók Sallý Magnússonar (dóttir Magnúsar Magnússonar frægasta íslendingi í Skotlandi), rosalega flott söngatriði með Eddu Harðardóttur og Alla Bergdal og svo að sjálfsögðu fjöldasöngur. Undir lokin skelltu svo allir sér út á dansgólfið og dönsuðu þar til að húsinu var lokað um miðnætti. Eydís, partýdýr, stóð sig best og heillaði mann og annann upp úr skónum með skemmtilegum dangstöktum og skipunum (um það hvernig ætti að dansa). En svo fóru flestir niðrí bæ en við fórum heim á B&B sem við vorum buin að panta okkur.
Svo vöknuðum við í ekta skoskan morgunmat klukkan níu sem fólst í steiktu haggis, blood sausage, venjuleg sausage, beikon, egg, tómatar og kartöflu...eitthvað. Þetta fékk allavegana Egill sér......ég lét mér nægja að fá mér beikon, egg og tómata, Eydís fékk sér hafragraut. Rosalega góður matur. Eftir það vöktum við Kristján og Þóri sem voru á sama B&B og við. Við keyrðum þá svo niður í bæ og skelltum okkur sjálf í dýragarðinn með Eydísi. Þangað vorum við komin klukkan ellefu um morgunin í svona líka flottu veðri, glampandi sól og frekar hlýtt. Það er nefnilega enginn snjór í Edingburgh.....og hefur eiginlega ekkert snjóað þar í vetur. Dýragarðurinn er RISA stór og rosalega skemmtilegur. Af því að við komim svona snemma þá sáum við flest dýrin vera að borða hádegismatinn sinn sem var mjög skemmtilegt. Klukkan hálf þrjú keyrðum við aftur niður í bæ til að finna strákana og eftir einn sterkan kaffibolla lögðum við aftur af stað heim til Aberdeen (í snjóinn og kuldann).
Það er semsagt tæplega þriggja stiga frost og sól núna þegar ég skrifa þetta (klukkan er 08,55) og snjórinn er sem sagt ekkert að taka sig upp. Reyndar spá þeir rigningu á morgun og næstu daga þannig að þetta er vonandi síðasti snjódagurinn í vetur. Jeiiii.........!!!!!
Já - meðan ég man......okkur langaði til að þakka forsvarsmönnum GGT að muna eftir fjarstöddum meðlimum.....því við fengum fréttablaðið sent til okkar í gær. Bestu þakkir
En þetta voru fréttir helgarinnar...........bið að heilsa í bili
Ragna
P.S. Mikið rosalega söknum við Gillíar........daglega fréttaflæðið hefur alveg stoppað hingað til Aberdeen. Við erum ekki búin að fá neinn slúðurpóst síðan að hún fór til Bandaríkjanna. Gott að vita að hún kemur heim í dag.
Já þrátt fyrir leiðinlega spá varð síðasta helgi óvenjulega skemmtileg eftir allt saman. Við hittum Kristján og Þóri á kaffihúsi og einhvernvegin varð sú ákvörðun tekin að skella sér á þorrablót daginn eftir í Edinburgh. VIð vorum nefnilega búin að ákveða að fara ekki (aðallega vegna peningaleysis) en svo komumst við að því að það kostaði helmingi minna inn heldur en í fyrra. Því var ákveðið að skella sér og á laugardaginn klukkan 18,00 var lagt af stað (ástæðan fyrir að lagt var svona seint af stað var að Þórir var að vinna til 17,00). En þetta tókst allt saman giftusamlega og við fengum þennan líka fína þorramat og svo var brennivín í boði íslenska sendiherrans. Ýmiskonar skemmtiatriði voru á boðstólnum, upplestur úr nýrri bók Sallý Magnússonar (dóttir Magnúsar Magnússonar frægasta íslendingi í Skotlandi), rosalega flott söngatriði með Eddu Harðardóttur og Alla Bergdal og svo að sjálfsögðu fjöldasöngur. Undir lokin skelltu svo allir sér út á dansgólfið og dönsuðu þar til að húsinu var lokað um miðnætti. Eydís, partýdýr, stóð sig best og heillaði mann og annann upp úr skónum með skemmtilegum dangstöktum og skipunum (um það hvernig ætti að dansa). En svo fóru flestir niðrí bæ en við fórum heim á B&B sem við vorum buin að panta okkur.
Svo vöknuðum við í ekta skoskan morgunmat klukkan níu sem fólst í steiktu haggis, blood sausage, venjuleg sausage, beikon, egg, tómatar og kartöflu...eitthvað. Þetta fékk allavegana Egill sér......ég lét mér nægja að fá mér beikon, egg og tómata, Eydís fékk sér hafragraut. Rosalega góður matur. Eftir það vöktum við Kristján og Þóri sem voru á sama B&B og við. Við keyrðum þá svo niður í bæ og skelltum okkur sjálf í dýragarðinn með Eydísi. Þangað vorum við komin klukkan ellefu um morgunin í svona líka flottu veðri, glampandi sól og frekar hlýtt. Það er nefnilega enginn snjór í Edingburgh.....og hefur eiginlega ekkert snjóað þar í vetur. Dýragarðurinn er RISA stór og rosalega skemmtilegur. Af því að við komim svona snemma þá sáum við flest dýrin vera að borða hádegismatinn sinn sem var mjög skemmtilegt. Klukkan hálf þrjú keyrðum við aftur niður í bæ til að finna strákana og eftir einn sterkan kaffibolla lögðum við aftur af stað heim til Aberdeen (í snjóinn og kuldann).
Það er semsagt tæplega þriggja stiga frost og sól núna þegar ég skrifa þetta (klukkan er 08,55) og snjórinn er sem sagt ekkert að taka sig upp. Reyndar spá þeir rigningu á morgun og næstu daga þannig að þetta er vonandi síðasti snjódagurinn í vetur. Jeiiii.........!!!!!
Já - meðan ég man......okkur langaði til að þakka forsvarsmönnum GGT að muna eftir fjarstöddum meðlimum.....því við fengum fréttablaðið sent til okkar í gær. Bestu þakkir
En þetta voru fréttir helgarinnar...........bið að heilsa í bili
Ragna
P.S. Mikið rosalega söknum við Gillíar........daglega fréttaflæðið hefur alveg stoppað hingað til Aberdeen. Við erum ekki búin að fá neinn slúðurpóst síðan að hún fór til Bandaríkjanna. Gott að vita að hún kemur heim í dag.