þriðjudagur, mars 02, 2004

Hæhæ
Já þrátt fyrir leiðinlega spá varð síðasta helgi óvenjulega skemmtileg eftir allt saman. Við hittum Kristján og Þóri á kaffihúsi og einhvernvegin varð sú ákvörðun tekin að skella sér á þorrablót daginn eftir í Edinburgh. VIð vorum nefnilega búin að ákveða að fara ekki (aðallega vegna peningaleysis) en svo komumst við að því að það kostaði helmingi minna inn heldur en í fyrra. Því var ákveðið að skella sér og á laugardaginn klukkan 18,00 var lagt af stað (ástæðan fyrir að lagt var svona seint af stað var að Þórir var að vinna til 17,00). En þetta tókst allt saman giftusamlega og við fengum þennan líka fína þorramat og svo var brennivín í boði íslenska sendiherrans. Ýmiskonar skemmtiatriði voru á boðstólnum, upplestur úr nýrri bók Sallý Magnússonar (dóttir Magnúsar Magnússonar frægasta íslendingi í Skotlandi), rosalega flott söngatriði með Eddu Harðardóttur og Alla Bergdal og svo að sjálfsögðu fjöldasöngur. Undir lokin skelltu svo allir sér út á dansgólfið og dönsuðu þar til að húsinu var lokað um miðnætti. Eydís, partýdýr, stóð sig best og heillaði mann og annann upp úr skónum með skemmtilegum dangstöktum og skipunum (um það hvernig ætti að dansa). En svo fóru flestir niðrí bæ en við fórum heim á B&B sem við vorum buin að panta okkur.
Svo vöknuðum við í ekta skoskan morgunmat klukkan níu sem fólst í steiktu haggis, blood sausage, venjuleg sausage, beikon, egg, tómatar og kartöflu...eitthvað. Þetta fékk allavegana Egill sér......ég lét mér nægja að fá mér beikon, egg og tómata, Eydís fékk sér hafragraut. Rosalega góður matur. Eftir það vöktum við Kristján og Þóri sem voru á sama B&B og við. Við keyrðum þá svo niður í bæ og skelltum okkur sjálf í dýragarðinn með Eydísi. Þangað vorum við komin klukkan ellefu um morgunin í svona líka flottu veðri, glampandi sól og frekar hlýtt. Það er nefnilega enginn snjór í Edingburgh.....og hefur eiginlega ekkert snjóað þar í vetur. Dýragarðurinn er RISA stór og rosalega skemmtilegur. Af því að við komim svona snemma þá sáum við flest dýrin vera að borða hádegismatinn sinn sem var mjög skemmtilegt. Klukkan hálf þrjú keyrðum við aftur niður í bæ til að finna strákana og eftir einn sterkan kaffibolla lögðum við aftur af stað heim til Aberdeen (í snjóinn og kuldann).

Það er semsagt tæplega þriggja stiga frost og sól núna þegar ég skrifa þetta (klukkan er 08,55) og snjórinn er sem sagt ekkert að taka sig upp. Reyndar spá þeir rigningu á morgun og næstu daga þannig að þetta er vonandi síðasti snjódagurinn í vetur. Jeiiii.........!!!!!

Já - meðan ég man......okkur langaði til að þakka forsvarsmönnum GGT að muna eftir fjarstöddum meðlimum.....því við fengum fréttablaðið sent til okkar í gær. Bestu þakkir

En þetta voru fréttir helgarinnar...........bið að heilsa í bili
Ragna

P.S. Mikið rosalega söknum við Gillíar........daglega fréttaflæðið hefur alveg stoppað hingað til Aberdeen. Við erum ekki búin að fá neinn slúðurpóst síðan að hún fór til Bandaríkjanna. Gott að vita að hún kemur heim í dag.