laugardagur, febrúar 14, 2004

HÆHÓ - mig langar að taka það fram í upphafi að við vitum ekki kynið á ófædda skotanum. Þó ég hafi gefið það í skyn að mig vera með fótboltastrák í mallanum er ekkert vitað fyrir víst. Við héldum allan tíman á meðan ég gékk með Eydísi að við værum með strák. Þetta ber vitni um hvað við erum spáviss. (er það orð???) EN ég bíð ennþá spennt eftir að fá út úr ritgerðunum mínum sem ég skilaði um daginn. Ég veit að allir náðu öðru faginu (pjúff) einmitt faginu sem mér gékk ekki allt of vel í. En hitt fagið er óskrifað blað.
Nú við fórum og hittum félaga okkar þá Kristján og Þóri á kaffihúsi í gærkveldi, bara í smá spjall. Ægilega hressir strákar. Þeir stungu einmitt upp á því að reyna að hittast annan hvorn föstudag og fá sér smá að éta, drekka og kjafta. Sniðugt.
Annars er dagurinn í dag búin að vera frekar rólegur, ætluðum að kenna Eydísi að hjóla án hjálpardekkja en komumst að því að annað dekkið var sprungið og fórum í staðin í parkinn á leikvöllinn.
Þetta var nú ekki langt blogg en ég tók Þórunni mjög alvarlega þegar hún sagðist ekki þola löng blogg og hef passað mig undanfarið að skrifa stutt og hnitmiðuð blogg. Reyndar skrifaði hún á síðasta bloggið sitt að hún væri aftur orðin hlynt löngum bloggum svo lengi sem þau færu ekki út í rugl. 'Eg held að ég haldi mig bara við stuttu blogginn. Reyna frekar að skrifa oftar og stutt en sjaldnar og löng. Sko - ég er strax komin út í að rugla. Best að hætta
Kveðja Ragna