fimmtudagur, janúar 29, 2004

Ég á afmæli í dag
Ég á afmæli í dag
Ég á afmæli hún Ragna
Ég á afmæli í dag

Já- nú er stóri dagurinn loksins runnin upp.....allir búnir að vera að segja mér hvað er gott að komast á fertugsaldurinn. Umskiptin voru með öllu sársaukalaus og ég er ekki frá því að mér líði bara betur í dag en í gær.
Nú - ég var vakinn með fallegum afmælissöng í morgun og fékk "RISA" stóran pakka eins og Eydís orðaði það. Nú, hún var nú svolítið æst þessi elska og opnaði nánast alla pakkana fyrir mig. Þarna laukst upp fyrir mér út af hverju það tók Egil og Eydísi 1 og hálfan klukkutíma að pakka inn gjöfinni fyrir mig. Ástæðan var að í stóra pakkanum voru uþb. 15 litlir pakkar. Nú ég fékk satínnáttföt og náttslopp, svo fékk ég tvo náttkjóla (ætti nú að getað sofið vel). Svo fékk ég æðislegt gullhálsmen með krossi og eyrnalokka í stíl frá Agli. Svo voru alls konar litlir pakkar sem innihéldu ilmkerti, reykelsi og fullt af girnilegum nuddolíum (sé fram á góða tíð framundan).
Nú svo hafði ég fengið pakka frá Háskólaskvísunum og hann innihélt bara prívat hluti sem við nefnum ekki á opinberum vettvangi. Við skulum samt segja að hann hafi komið sér vel.
Svo biðu mín full af kveðjum á tölvupóstinum frá vinum og vandamönnum. Meðal annars frá vinkonum mínum þeim Láru, Barböru og Friðdóru en þær sögðu að pakkinn minn biði mín á vissum stað í Aberdeen, ég yrði bara að fara og sækja hann. 'Eg fór eftir leiðbeiningunum og leið mín lá inn á rosalega flottann heilsuklubb þar sem beið mín gjafakort í nudd, facial, manicure ofl. flott. Þær vissu sko greinilega hvað mig vantaði.

Hann Egill minn tók sér frí í skólanum í dag til að eyða deginum með konunni sinni og barni og við erum búin að hafa það rosalega gott.

Rosalega fínn afmælisdagur. Ég sendi öllum þeim sem að hringdu, MSN-uðu og e-meiluðust mínar bestu þakkir fyrir.

Ragna (síunga)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home