Nú er veturinn komin til Skotlands.
Já- þetta er alveg hryllilegt vetrarveður. Alveg 2 stiga frost og 5 cm jafnfallinn sjór. Svo gengur á með smá hríðum inn á milli. Þetta ofboðsveður hefur sem sagt valdið því að allir skólar í Aberdeen eru LOKAÐIR. Já- við Egill náum ekki upp í nefið á okkur fyrir hneykslan. Þeir tala um ófærð og fólk er vinsamlegast beðið um að halda sig inni................. það er þetta fína veður úti. Reyndar hafa þeir aldrei heyrt talað um VETRARDEKK....greyin. Og keyra bara um eins og bjánar á fínu sumardekkjunum, þá skilur maður út af hverju allt er fast. Það var pínu, pínu, pínu lítill snjór í gær og þá fengu krakkarnir ekki einu sinni að fara út að leika sér. Skotar eru aumingjar. Hleypa ekki einu sinni börnunum út í snjóinn!!! Þannig að Eydís er heima í dag og lítur út fyrir að hún verði heima á morgun líka miðað við veðurspánna.
Annars var þetta bara smá fréttaskot - þurfti að koma hneykslan minni á framfæri.
Vildi líka óska Gillí og Þóru til hamingju með að vera að fara til Washington. Er ógeðslega öfundsjúk og vildi óska að ég hefði líka farið í ferðamálafræðina. (Það var ekki byrjar að kenna hana þegar ég byrjaði í skólanum).
Over and out í bili úr frosthörkum og ófærð
Kv. Ragna
miðvikudagur, janúar 28, 2004
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Í dag voru jól i Aberdeen. Nei - nú ýki ég. Við ...
- Sunnudagurinn 25. janúar 2004. 'I dag vorum við du...
- Jæja - nú ættu allir að geta samglaðst Aberdeenbúu...
- Ja hérna hvað tíminn líður hratt. Það er kominn 2...
- Jæja - nú er komið að fréttapistli dagsins. Eða öl...
- HÆ Í framhaldi af síðustu frétt þá er ég með eina ...
- Júhúúú Þó að hér sé frekar lítið um að vera þá hef...
- Já - ég gleymdi að segja fólki það að ég er gengin...
- Hæ Ég er nú að skrifa og monta mig af því hvað við...
- Halló, halló Núna erum við Egill orðnir stoltir ei...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home