mánudagur, janúar 19, 2004

Jæja - nú er komið að fréttapistli dagsins. Eða ölluheldur helgarinnar.
Ekki var helgin viðburðarrík hjá mér því að ég eyddi henni eiginlega allri í að læra (skrifa ógeðslega leiðinlega ritgerð) en það gékk ágætlega og ég er nánast búin. Til þess að geta gert það þá fóru Egill og Eydís í alls konar leiðangra til að gefa mér frið. Þau fóru í parkinn á laugardeginum og æfðu sig á hlaupahjólinu hennar Eydísar. Svo fóru þau til slátrarans og keyptu í sunnudagsmatinn og að lokum þvoðu þau bílinn sem reyndist ekki hafa tilætlaðan árangur því hann er eiginlega ennþá jafn skítugur og hann var. Svo komu þau heim og við bökuðum bestu pizzu sem við höfum fengið lengi.
Sunnudagurinn fór þannig að Egill og Eydís fóru í bíó um hádegisleytið að sjá "BrotherBear". Á meðan hélt ég áfram að skrifa ógeðslegu leiðinlegu ritgerðina mína og hélt því áfram þegar þau komu heim. Klukkar fjögur hætti ég skrifum (sem betur fer, hefði annars bilað á geði) og við fórum að þrífa íbúðina (veitti nú ekki af). Ég tók eldhúsinnréttinguna í nefið á meðan að Egill ryksugaði og skúraði. Svo tókum við til hendinni við eldamennskuna. ´Já- þið sáuð kannski áðan að ég skrifaði að Egill hefði farið til slátararns að kaupa í sunnudagsmatinn. Hann keypti nefnilega fasana, ekki bara einn heldur tvo. Þeir eru nú frekar ódýrir, kosta ekki nema 4 pund stykkið (eru svipaðir á stærð og íslenskur kjúklingur). Við bjuggum til dýrindismáltíð með öllu tilheyrandi. Við - suðum og steiktum rósenkál, bjuggum til Waldorfsallat og geðveikislega góða sherry/cranberry sósu. Svo heilsteiktum við í ofni annan fasanan en úrbeinuðum bringurnar og steiktum á pönnu. Leit allt saman rosalega vel út. Eftir máltíðina komumst við að þeirri niðurstöðu að fasani er eitthvað sem ekki verður oft á borðum hjá okkur. Hann er bragðlítill, þur og bara hreint ekki góður. Meðlætið stóð hins vegar fyrir sínu og var allt saman alveg æðislega gott.

En núna er mánudagur og Eydís er með ljótan hósta og því heima. Því er líklegt að dagurinn verði frekar tíðindalítill.
Skrifa meira bráðum
Ragna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home