föstudagur, janúar 09, 2004

Halló allir og gleðilegt nýtt ár.
Nú er stórfjölskyldan loksins komin heim í heiðardalinn. Hérna er fínt veður um 10 stiga hiti og skiptist á með skin og skúrum. Maður var nú samt hálf vankaður við heimkomuna enda leiðinda ferðalag sem byrjaði klukkan fimm um morgunin. En ekki er hægt að kvarta yfir því.
Nú dvölin á Íslandi var svona frábær þó að við næðum ekki að hitta alla vini okkar en eins og allir vita er nánasta fjölskylda í fyrirrúmi og tíminn takmarkaður. Við höfðum það líka stórgott í Bakkagerði og mælum sérstaklega með því að Gislína taki að sér að reka gistiheimili. Okkur fannst allavegana sambúðin ganga með eindæmum vel (það var eins og við hefðum alltaf búið saman). Kannski í góðri æfingu eftir sameiginlegar Lynghaga ferðir.
Annars var allt á sínum stað þegar heim var komið..... eina sem setti strik í reikninginn var að svo virðist sem að annar ísskápurinn hafi lekið (já við erum með tvo) og parketið er smá bólgið. Ég veit ekki hvað hefur gerst því að við skildum þá tvo eftir í sambandi en það virðist sem að slokknað hafið minni skápnum því það var eins og einhver hefðir affryst frystihólfið (var fullt af klaka) en svo hefður kviknað á honum aftur því að allur maturinn í hólfinu var frosin þegar við komum aftur. Hefur einhver heyrt um sjálfvirkan affrystara??? Bara spyr.
Já og talvan okkar bilaði. Það var ekki gott því að ég þarf að skila tveimur ritgerðum innan skamms og má eiginlega ekki við þessu. Egill lánaði mér reyndar fartölvuna sína á meðan að mín er í viðgerð en það er ekki það sama.
En Eydís fór í skólann í gær í fyrsta sinn eftir jólafríið og stóð sig líka svona vel. Þegar ég sótti hana þá var kennarinn hennar alveg yfir sig ánægð hvað hún hafði tekið miklum framförum í enskunni og sagði að Eydís hefði tala við hana "nonstop" allan morgunin. Það þarf greinilega að taka sér frí til Íslands til að taka framförum í ensku (muna það). Hún var líka svakalega ánægð með sjálfa sig því að hún fékk gullstjörnu í bókina sína og gull-límmiða á peysuna sína (sem er einskonar æðsta viðurkenningin eftir daginn). :-)
Jæja - ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.
Kveðja Ragna