Eins og flestir vita þá erum við að reyna að halda við þessari bloggsíðu okkar. Í kjölfarið á því vil ég minna aðra sem eru ekki eins duglegir að byrja aftur að blogga. Til dæmis má nefna Thelmu Kristínu og Þórunni Ellu. Já - við sem erum erlendis og upplýsingaskert með öllu þörfnumst fólks eins og ykkur til að halda við upplýsingaflæðinu.
Nú annars var Egill að yfirgefa mig áðan. Ekki örvænta......hann var bara að fara til Edinborgar til að flytja erindið sitt. Það er nú annað. Þeir senda strákana af stað í kvöld og borga fyrir þá eina gistinótt en tíma ekki að leyfa þeim að gista fleiri nætur. Þeir eiga allir að fara saman út að borða á morgun en svo verða þeir að hlaupa til að taka lestina kl. 21,00. Greyin.
Nú en annars er allt fínt að frétta.
Kveðja, Ragna
sunnudagur, nóvember 23, 2003
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Sælir allir. Já hér ríkir svo sannarlega gleði á ...
- 'ufff. Já ég byrja bloggið mitt svona því að það ...
- Sælir allir íslendingar Já - nú er enn ein helgin ...
- HÆhæ - ég skrifaði smá vitleysu í síðasta pósti. ...
- Já - nú hef ég sko fréttir að færa. Þannig er mál...
- Jæja - nú eru allir búnir að venjast rauða hárinu ...
- Haaló Ég var að koma úr klippingu. Egill sagði ba...
- Slurp, Slef og namminamm..... Já það var slátur í ...
- Skrifað á sunnudeginum 26. október 2003 Jæja. Það ...
- Þvílík hamingja !! Já það ríkir eintóm hamingja í...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home