Þvílík hamingja !! Já það ríkir eintóm hamingja í Aberdeen þessa stundina því að Gíslína mágkona mín, minn aðal fréttamiðill, er komin með bloggsíðu. Já - nú hafa allar rásleiðir fyrir fréttir að heiman opnast og við getum lesið um fjölskylduna okkar á netinu. Þvílíkur munur. Var sko kominn tími til Gíslína !! Ég verð að segja að fréttir að heiman halda í okkur lífinu hérna úti. Ekki það að við séum komin með leið á hvort öðru heldur það að hér gerist heldur fátt og lífið verður stundum svolítið tilbreytingarsnautt.
Annars er allt fínt að frétta héðan. Eydís var hjá Rannveigu í pössun á þriðjudag og miðvikudag þannig að ég hefði frið til að gera verkefnið sem ég er að vinna að. Það verður sko heldur betur breyting þegar að þau fara heim. Bæði fyrir okkur og fyrir Eydísi. Nú er bara rétt rúmur mánuður í það. Snökt, snökt.
Annars er stefnan að kaupa allar jólagjafirnar um helgina. Já við verðum að vera hagsýn og gera þetta snemma því að okkur býðst að senda þær allar heim í gámnum sem að R&B senda heim um miðjan nóvember. Það verður bara fínt þegar þetta verður allt saman búið.
Nú annars er ekki meira títt héðan í bili - verð að halda áfram með verkefnið
Kv. Ragna
fimmtudagur, október 23, 2003
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Hæhæ Ég ákvað að blogga aðeins áður en ég fer að s...
- Já það er ekki alltaf sem ég blogga tvisvar sama d...
- Halló allir Jæja það var víst komin tími til að v...
- Jæja, það er orðinn dulítill tími síðan síðasta bl...
- Jæja - í staðin fyrir að gera eitthvað að viti ákv...
- Mikið ofboðslega er ég klár. Ég meina......þetta ...
- Jæja - nú var ég að reyna að setja inn nýtt athuga...
- Hæ og hó alle i hopa. Já við erum komin heim í hei...
- Egill skrifar Jæja, það er víst orðið svolítið la...
- Ja – komið þið nú sæl. Helgin hefur verið nokkuð v...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home