Egill skrifar
Jæja, það er víst orðið svolítið langt síðan síðast, svona gengur þetta víst. Alntént, tíminn líður hratt og sumarið komið á skrið, alla vega hér í Abbó í Skotó. Hér hefur ríkt slík einmuna blíða að elstu skotar muna vart slíkt. Rétt er þó að geta að fremur gamall skoti er nú tæplega eldri en miðaldra íslendingur. Hér hafa gráður á selsíus leikið á bilinu 15 til 20 og yfirleitt fremur stillt og bjart. Okkur hefur þó verið lofað að þetta komi ekki til með að vara mjög lengi. Skotarnir virðast haldnir sömu hyggju og oft hefur verið tengd íslenskum bændum, nefnilega að sökkva í þunglyndi í góðu veðri sökum kvíða af komandi komandi hörmungum.
Hér var haldið íslenskt júróvisjónpartí sem lukkaðist bara alveg bærilega. Alls mættu xx manns að heimilisfólki meðtöldu. Ekki komust allir sem vildu, Bergur kaus að fara í aðgerð vegna kviðslits og þiggja fáeina skammta af morfíni fremur en veigar þær sem hér voru í boði. Reyndar var nú kominn tími á þetta hjá honum enda nánast kominn í keng vegna þessa. Annars var samdóma álit að íslenska lagið hefði átt að fá mun fleiri stig og að sigurlagið teldis á mörkum þess að vera tónlist. Þetta fór þó í heildina merkilega siðsamlega fram, jafnvel þó Ragna hafi framreitt sína vafasömu hlaupsnafsa.
Magnús bauð þriggja manna stórfjölskyldunni með sér í veiðiferð í silungstjarnir nokkru utan Banchory, nágrannabæjar Aberdeen. Þetta var ágætir dagur, gott veður og huggulegt umhverfi. Þarna er bara leyfð fluguveiði utan þess sem þarna er lítil tjörn, mjög lítil reyndar, gæti hafa verið svona um 10 fermetrar, sem er kölluð beitutjörn og er aðallega ætluð börnum. Hugsanlega var þar einn fiskur. Ekki veiddu fjölskyldumeðlimir nokkurn skapaðan hlut en Magnús fiskaði upp eina fjóra regnbogasilunga sem hann síðan steikti upp á “vestfirska” vísu. Það þýðir að þeir eru pönnuskteiktir upp úr sykri.
Ragna skrifar
Helgina 7-8 júní var ákveðið að gera börnin ánægð og fara á leikvöll nálægt ströndinni. Þar var setið við í drjúga stund en síðar röltum við að tívólíinu þar sem börnunum var komið fyrir í geymslu á meðan að fullorðna fólkið drakk kaffi. Síðan var ákveðið að halda grillveislu hjá Magnúsi og Hafdísi. Þar mættum við ásamt Rannveigu og Bergi og strákunum þeirra. Eins og undanfarið lék veðrið við okkur þannig að við sátum úti í garði og borðuðum. Síðan voru spilaðir nokkrir leikir af billjard (inni í bílskúr) og þegar fór að kólna færðum við okkur inn og spiluðum tíu þar til að mál var að fara með börnin heim.
Nú.. Egill er á leiðinni til Íslands fyrir þá sem ekki voru búnir að frétta. Hann er að koma heim í námsferð og mun sennilega ferðast hringinn í kringum landið með vinnufélögunum. Þar munu þeir grafa upp mold til að flytja með sér heim. Hann kemur heim til Íslands þann 19. júní og kemur aftur út þann 3. júlí.
Við Eydís komum svo heim þann 16. júlí og Egill kemur aftur þann 29. júlí. Við förum svo öll saman "heim" þann 29. ágúst. Jæja - þá vita allir af ferðaplönunum okkar.
En við lofum að skrifa meira í náinni framtíð og biðjum að heilsa í bili
Egill og Ragna
þriðjudagur, júní 10, 2003
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Ja – komið þið nú sæl. Helgin hefur verið nokkuð v...
- Hæhó. Jájájá - ég veit að það er langt síðan að v...
- Jæja, jæja, jæja...........sem betur fer eru páska...
- Jæja, jæja, jæja...........sem betur fer eru páska...
- Jæja gott fólk. Það hefur gengið á ýmsu og best a...
- HÆ allir saman. Ég ákvað að segja ykkur aftur frá ...
- Nú er þriðja helgin liðin hér í Aberdeen. Eydís e...
- Jæja, núna erum við búin að vera í Aberdeen í rúma...
- Það hefur nú ýmislegt gerst um helgina. Á föstudag...
- Jæja nú er ég búin að setja nyjar myndir á netið o...
1 Comments:
vanessa bruno, timberland, nike roshe, true religion jeans, vans pas cher, coach purses, nike free, air max pas cher, nike free pas cher, nike tn, air max, hollister, ralph lauren, nike air max, polo lacoste, coach outlet store online, longchamp, michael kors pas cher, nike huaraches, north face, true religion jeans, nike trainers, true religion outlet, coach factory outlet, sac longchamp pas cher, lululemon outlet online, oakley pas cher, new balance pas cher, abercrombie and fitch, mulberry, north face, michael kors uk, hogan outlet, air jordan, true religion outlet, sac hermes, converse pas cher, louboutin, sac guess, air max, longchamp, nike blazer, nike roshe run pas cher, michael kors outlet, ray ban sunglasses, nike air force, michael kors, ray ban pas cher, hollister, sac burberry, polo ralph lauren
Skrifa ummæli
<< Home