Jæja, jæja, jæja...........sem betur fer eru páskarnir búnir. Þeir fóru ansi ílla með allan árangurinn úr ræktinni. En það þýðir ekki að sitja heima og lesa....nei, maður skellir sér bara aftur af stað í ræktina. Því sit ég nú með logandi harðsperrur og get varla gengið.
Við buðum Rannveigu, Bergi, Alexander og strákunum í mat á Páskadag og buðum upp á kalkún. Það er náttúrulega hlægilegt hvað kalkúnar og kjúklingar eru ódýrir hérna. Sem dæmi má nefna að 4,8 kg. kalkúnn kostaði tæpar 1200,- krónur. En hvað um það - þá heppnaðist kalkúnninn alveg æðislega vel og svo var setið og kjaftað fram eftir nóttu. Það er alveg makalaust hvað við virðumst öll hafa mikið úthald á kvöldin..........þau þrjú skipti sem við höfum hitt Rannveigu og Berg í mat höfum við setið til klukkan sex um morgunin. Merkilegt.
En nú er alvaran tekin við aftur og allir byrjaðir að sinna sínum störfum. Eydís er byrjuð aftur í leikskólanum og í dag, á þriðja degi, var að hennar sögn "alveg æðislegt" í leikskólanum. Hún er mjög dugleg að spyrja okkur hvað hlutirnir heita á ensku og reynir orðið að tala við krakkana í leikskólanum.
Agli gengur að sjálfsöðu vel í skólanum sínum og er meira að segja kominn í fótbolta einu sinni í viku. Þetta eru hinir ýmsu Íslendingar og nokkrir Skotar.
Ég er byrjuð að vinna aftur í lokaverkefninu mínu ásamt stelpunum heima og nú er að skella á lokahnykkurinn. En þetta er allt í góðum málum og við stefnum að útskrift í júní.
Jájájá......ég var næstum því búin að gleyma einu..........ÉG ER FARIN AÐ KEYRA !!!!! Já. Ragna Kvaran keyrir um eins og herforingi í umferðinni í Aberdeen. Þetta var pínulítið skrýtið til að byrja með, gírarnir öfugu megin.......... en mér finnst ég vera voðalega klár.
Annars er fátt annað títt nema það að ég er búin að setja inn nýjar myndir á tengilinn "MYNDIR" hérna til hliðar.
Bæ í bili - Ragna
fimmtudagur, apríl 24, 2003
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Jæja gott fólk. Það hefur gengið á ýmsu og best a...
- HÆ allir saman. Ég ákvað að segja ykkur aftur frá ...
- Nú er þriðja helgin liðin hér í Aberdeen. Eydís e...
- Jæja, núna erum við búin að vera í Aberdeen í rúma...
- Það hefur nú ýmislegt gerst um helgina. Á föstudag...
- Jæja nú er ég búin að setja nyjar myndir á netið o...
- Jæja, nú erum við loksins komin í Internet-samband...
- 2 dagar í brottför. Svo skemmtilega vill til að Eg...
- Jæja, nú eru bara 6 dagar þangað til við Eydís flj...
1 Comments:
شركات التعقيم المعتمدة من بلدية الشارقة
شركة تعقيم منازل من كورونا
Skrifa ummæli
<< Home