föstudagur, apríl 11, 2003

HÆ allir saman.
Ég ákvað að segja ykkur aftur frá hinni merku uppgötvun sem við gerðum hér í Aberdeen. Það er semsagt hægt að kaupa President neftóbak hérna á 153.- krónur á dolluna. Þetta fannst Agli sem sagt vera nógu merkilegt til að endurtaka fréttina.
Annars er allt fínt að frétta. Ég er byrjuð í ræktinni með Rannveigu og get varla gengið upprétt sökum gífurlegra harðsperra og verkja. Egill hlær bara að mér þegar ég geng um eins og kroppinbakur af því að það er svo vont að rétta úr sér. En við Rannveig erum staðráðnar í því að halda áfram.

Svo var einhver að kvarta að ég væri ekki búin að setja inn nýjar myndir. Jájája´.........ég veit alveg að ég hef trassað þetta. Við höfum alltaf gleymt myndavélinni þegar við förum út. HRÆÐILEGT. En nú verður breyting á skal ég segja ykkur. Myndavélin hefur fengið nýjan stað og er nú beint fyrir framan augun á okkur þegar við förum út. Nú getum við ekki gleymt henni. Rannveig og Bergur eiga líka eftir að senda mér myndir frá Glasgow. Ég lofa því að það verða nýjar myndir af okkur á vefsíðunni á mánudaginn. :-)
En...........nýjustu fréttir eru þær að við erum búin að kaupa okkur bíl. Jájá..........við vorum ekkert að slóra við þetta. Nú er þessi fína Toyota CarinaE á bílastæðinu. Árgerð 1995, keyrð 80þ km. og keyptur á 220.000.- krónur. Rosalega flottur bíll, maður. Nú getum við farið að njóta þess að fara út úr bænum á helgum, því margt er að sjá og gera.

Agli finnst flottast að bíllinn skuli vera með útvarpi sem virkar. En þannig er það með okkur að við höfum aldrei átt bíl með útvarpi sem virkar!!! Pælið í því.

En ég læt þetta vera nóg í bili. Ég þarf að fara að gera mig klára fyrir ræktina. Við Rannveig ætlum í ræktina klukkan fimm og svo voru þau búin að bjóða okkur í mat í kvöld. Eydís ætlar að gista hjá þeim í nótt og er svakalega spennt. Hún hefur aldrei gist hjá vinum sínum áður, bara hjá frænkum, öfum og ömmum. Þannig að þetta er virkilega spennandi.