þriðjudagur, apríl 01, 2003

Jæja, núna erum við búin að vera í Aberdeen í rúmar tvær vikur. Allt hefur gengið að óskum og við erum smátt og smátt að komast í rútínu. Eydís er reyndar pínulítið veik, þ.e. hún er með einhverskonar sýkingu í auganu og er eldrauð. Við förum með hana til læknis á morgun ef hún verður ekki orðin góð.
En fyrir þá sem ekki vissu þá fór stórfjölskyldan í ferðalag um helgina. Við lögðum bíl undir fót og keyrðum til Glasgow. Rannveig, Bergur og strákarnir þeirra voru í samfloti og við gistum á þessu pínulitla Bed and Breakfast í 10. mín. gangi frá miðbænum. Erindi ferðarinnar var að sjálfsögðu að fara á landsleikinn, Ísland vs. Skotland. Eftir 3. tíma keyrslu komumst við loksins af mótorveginum...........en þá kom í ljós að ekkert okkar hafði skrifað niður heimilisfangið hjá gistihúsinu. Nú voru góð ráð dýr. Við prufuðum að hringja í símaskránna en þar var gistiheimilið ekki skráð. Að lokum ákváðum við að keyra um á þeim stað sem við héldum að gistiheimilið væri. Eins ótrúlegt og það var þá fundum við gistiheimilið eftir 10. mínútna leit. Þá var bara að koma sér fyrir og skella sér niðrí bæ. Við fórum að hitta Halldór, Dennu, Þorgeir og Sif sem voru í afmælisferð. Þau gistu á Holiday Inn og eftir nokkra drykki var farið á Indverskan veitingastað. Eins og venjulega var Eydís barnana best og stilt eins og venjulega. Á laugardaginn vöknuðu allir mjög spenntir. Egill, Rannveig, Bergur og Alexander voru að fara á leikinn en ég, Eydís og Benedikt vorum að fara á vísindasýningu. Allir vita nú úrslitin á þessum sorglega leik en það var ekki mikil sorg hjá mér og krökkunum. Vísindasýningin var risastór og margt skemmtilegt að hægt að gera. Að lokum splæsti ég á þau í þrívíddarbíó og ég skemmti mér stórfenglega við að horfa á krakkan teygja út hendurnar til að koma við hinu ýmsu hluti. Ég meira segja lét gabbast sjálf einu sinni eða tvisvar. Eftir frábæran dag skelltum við okkur á Fridays að borða.
Þetta var sérstaklega skemmtileg ferð. Þó að ferðin hafi tekið 3 klukkutíma virtist það styttra því að sveitirnar í Skotlandi eru sérstaklega heillandi. Eydís var endalaust að leita af kastölum og vildi fá að búa í þeim sem prinsessa.
Ég og Egill vorum svo miklir klaufar að við gleymdum myndavélinni okkar. Ég er að bíða eftir að fá sendar myndir frá Rannveigu og Bergi en þau voru það gáfuð að taka sína myndavél með.