þriðjudagur, mars 18, 2003

Jæja, nú erum við loksins komin í Internet-samband og lífið brosir við okkur.
Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og hér er það helsta:

Föstudagurinn 14. mars 2003 Við Eydís lögðum af stað til Aberdeen og vorum með 16 kíló í yfirvigt. Sem betur fer var þetta leiguflug og vorum við því ekki rukkaðar fyrir það. Samt hafði Egill maðurinn hennar Ágústu vinkonu minnar tekið fyrir okkur tösku sem var 20 kíló. En við komumst á áfangastað og Eydís var svo heppin að Egill (flugmaðurinn) gaf henni flugfreyjunælu og sýndi hún hana öllum sem vildu sjá. Egill beið eftir okkur og urðu að sjálfsögðu fagnaðarfundir. Heim var haldið í leigubíl og skömmu síðar fengum við þær góðu fréttir að dótið okkar sem ég hafði sent á undan myndi koma til okkar eftir hádegi. Þegar það var komið var hafist handa við að taka upp úr kössum og koma sér fyrir.

Laugardagurinn 15. mars 2003 Í dag var ákveðið að fara í göngutúr og skoða umhverfið. Aðallega vorum við þó að leita að húsgögnum því okkur vantar eitt og annað. Eydísi vantar rúm, hillur og fataskáp og okkur vantar stóla í stofuna. Úr varð að göngutúrinn var fjórar klukkustundir og ekkert var keypt. Við vorum öll dauðuppgefin þegar heim var komið. Við elduðum góðan mat og slöppuðum af fyrir framan sjónvarpið. Makalaust er hvað Eydís finnur lítið fyrir því að vera á nýjum stað. Hún var alveg sátt við að fara að sofa og vaknaði bara hress um morgunin.

Sunnudagurinn 16. mars 2003 'I dag héldum við áfram að taka til og taka upp úr kössum. Egill hringdi í vinahjón sín (Rannveig og Bergur) og tilkynnti að við værum á leiðinni í heimsókn. Eftir meiri tiltekt héldum við af stað til þeirra. Þau eiga tvo stráka sem hafa beðið í ofvæni eftir Eydísi. Annar er 6 ára (Benedikt) og hinn er 8 ára (Alexander). Þau smullu saman um leið og urðu strax góðir vinir. Við sjölluðum heillengi við Ranngeigu og Berg og komumst að því að best væri að kaupa húsgögn í gegnum pöntunarlista því þá væru þau ódýrust. Við ákváðum að skoða það á morgun.

Mánudagurinn 17. mars 2003 Í dag fór Egill í skólann og við Eydís urðum eftir heima. Við héldum áfram að taka til og þegar Egill kom heim í hádeginu var haldið af stað í enn eina innkaupaferðina. Við byrjuðum á því að kaupa ísskáp þar sem sá sem er hér er svo lítill að það kemst ekkert fyrir í honum. Svo fórum við í Woolwort og keyptum okkur tæp 200 herðatré. Ástæðan fyrir því er að skáparnir hérna í íbúðinni eru ekki með hillum bara með slá. Svo keyptum við slatta af innstungum og millistykkjum. Um kvöldið fórum við yfir pöntunarlistan og völdum okkur það sem við þurftum.

Þriðjudagurinn 18. mars 2003 Í dag biðum við aftur eftir að Egill kæmi heim í hádeginu og við fórum í Agros þar sem húgögnin eru pöntuð og keyptum allt sem okkur vantaði. Svo fáum við þetta sent heim á föstudaginn. Eftir það fórum við í búð sem heitir John Lewis (risabúð) og keyptum okkur kolla fyrir eldhúsið. Það er alveg makalaust hvað allir eru heimsendingaglaðir. Við fáum ísskápinn sendan frítt heim (keyptur í notað/nýtt búð), öll húsgögnin verða send frítt heim og þeir buðu Agli fría heimsendingu á 4 eldhúskollum. Makalaust. Skömmu eftir að við komum heim kom skemmtileg sending. Stór og fínn pakki frá BT-Internet með ADSL tenginguna okkar. (e-meilið er: ragnaek@btopenworld.com) Egill dundaði við að koma okkur ONLINE fyrir kvöldmatinn og nú sit ég hér og er að reyna að muna það helsta sem á okkar daga hefur drifið.

Ef ég segi ykkur nú smá frá íbúðinni þá er hún mjög skemmtileg. Þegar maður kemur inn þá er maður í stórum forstofugangi (eldrauðir veggir), þar eru tveir litlir geymsluskápar. Þaðan er gengið inn í bæði herbergin, baðið og stofuna. Fyrra herbergið er herbergið hennar Eydísar. Þar er innbyggður fataskápur og fallegur gulur litur. Svo kemur hjónaherbergið (grænt á litinn) og þar er líka innbyggður fataskápur. Í báðum herbergjunum eru tvíbreið rúm en annað rúmið verður tekið í sundur þegar að nýja rúmið hennar Eydísar kemur. Baðið er mjög fínt. Það er flísalagt og allt frekar nýlegt. Hornbaðkar með nuddi en engin sturta. Stofan er rúmgóð og þar er sófasett, borstofuborð og sjónvarp og tölvan. Gengið er inn í eldhúsið úr stofunni og þar er allt til alls. Uppþvottavél, þvottavél/þurkari, cappuchino vél, blender, hraðsuðuketill ofl.
Við munum setja myndir á netið innan fárra daga.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home