Ja – komið þið nú sæl.
Helgin hefur verið nokkuð viðburðarrík hjá okkur að þessu sinni. Stórfjölskyldan ákvað nefnilega að skella sér í útilegu. Ja-nú velta sennilega margir fyrir sér hvað við séum að meina – það er nú einu sinni bara rétt liðið á maí. En jú, við fórum í tjaldútilegu. Rannveig og Bergur ásamt skrattakollunum sínum tveimur komu með okkur og var lagt af stað seint á föstudagskvöld.
Keyrt var í klukkustund út úr bænum og loks sáum við ákjósantlegan stað til að tjalda. Þetta var svokallaður “Caravan-park” þar sem einnig var hægt að tjalda. Þetta var við lítið vant og voru veiðimenn hópsins bjartsýnir á að geta veitt í matinn næsta dag. Nýja, fína tjaldinu okkar var skellt upp á örfáum mínútum og svo var hafist handa við að elda matinn. Krakkarnir voru frelsinu fegin og skoðuðu sig um á tjaldstæðinu með tilheyrandi gólum og hlaupum. Loksins var hópnum smalað saman og allir fengu að smakka grillað svínakjöt (fyrsta grillkjötið sem við grillum í Skotlandi). Þegar við vorum búin að borða tókum við eftir því að klukkan var að verða 23,00 og krökkunum var strax dúndrað í bólið. Spenningurinn gerði það þó að verkum að nokkur stund leið áður en þau lognuðust út af. Fullorðna fólkið tók sér til og fór að spila. Fyrst spiluðum við Yatzee og svo á spil. Rannveig og Bergur höfðu verið svo gáfuð að taka með sér gin og eplasnaffs og við vorum með bjór og rauðvín þannig að spilamennskan gékk til rúmlega 03,00 en þá þótti til siðs að fara að leggja sig til að trufla ekki hina tvo tjaldnágranna okkar of mikið.
Eins og er til siðs með börn þá vöknuðu þau um hálf-átta og þar með var friðurinn úti. Allir fóru á fætur þá þegar en sumir fóru á brauðfætur (með tilvísun í áfengisneyslu kvöldsins). Krakkarnir sáu til þess að veiðigræurnar yrðu gerðar klárar og svo var reynt að veiða.
Ég verð nú samt að lýsa fínu græunum aðeins áður en lengra er haldið. Við höfðum keypt tvær litlar barnastangir m/hjóli fyrr um vikuna á einhverjum markaði. Þegar heim var komið með stangirnar kom í ljós að það vantaði sveifarnar á þær báðar. Til að þær væru ekki algerlega ónothæfar tókst okkur að stinga sexkanti í gatið og þar með var komið “semi” nothæf sveif. Við Egill höfðum látið okkur hafa það að kaupa eitthvað hræódýrt “kit” úr lokal pöntunarlista. Þegar við opnuðum “kittið” kom nú ýmislegt spaugilegt í ljós. Stöngin og veiðihjólið var ágætt út af fyrir sig........en við höfðum aldrei séð aðra eins öngla. Þeir voru minni en minnstu mýflugur (ca. 3-4mm). Þetta var náttúrulega bara ógeðslega fyndið. En Egill reddaði nú þessu og dró upp slatta af fluguhnýtingarönglum. Þegar kom að því að fara að veiða sáum við að það yrði engin leið að nota flotholtin sem fylgdu með.....þau voru fislétt (enda úr bambus) og engin leið að kasta þeim einhverja vegalengd. Bergur kom þá með það snilldarráð að binda köngul (stóran) á girnið og þá fyrst var hægt að koma færinu eitthvað frá landi. Fyrst gátum við varla kastað út því að endurnar flæktust bara fyrir okkur því þær héldu sennilega að við hefum eitthvað gott í gogginn fyrir þær. Reyndar var Bergur næstum því búin að lenda í kröppum dansi við svan á vatninu. (Ég ligg hérna í krampa yfir því hvað ég er skáldleg........endur=gott í gogginn & dans= svan-á-vatninu) Bergur var nefnilega að draga inn flotholtið og sennilega hélt svanurinn að þetta væri eitthvað handa sér og greip í færið (næstum því í öngulinn) en sem betur fer slapp allt vel og haldið var áfram að veiða. En afraksturinn var lítill – enginn. Þá gáfumst við upp á ákváðum að fara með krakkana í göngutúr í kringum vatnið. (til að þreyta þau ;-) Í göngutúrnum komumst við að því að það var einn 9 holu golfvöllur örðu megin við vatnið og annar 18 holu völlur hinu megin við það. Einnig tókum við eftir því að nokkrir karlar (strákar) voru að reyna að veiða þannig að einhverstaðar hlýtur fiskurinn að vera í þessu vatni.
Já – og ég verð líka aðeins að lýsa tjaldstæðinu. Þetta er “caravan-park” eins og áður sagði og þarna var allt yfirfullt af “caravönum” (nýtt íslenskt orð sem varð til í ferðinni). Kannski betra að nota orðið hjólhýsi. Eiginlega er þetta bara sumarhúsabyggð á hjólum. Fólk var búið að planta trjám og byggja palla við hjólhýsin sín og virtust una vel við sitt. (okkur fannst þetta nú fullþétt) En aðstaðan var náttúrulega til fyrirmyndar. Þarna gat maður leigt lykil (á 5 pund) og þá fékk maður aðgang að klósettinu og sturtunum. Svo var hægt að kaupa “token” eða sjálfsalapening til að þvo þvott og þurka. Alveg við tjaldstæðið var lítil yfirbygging þar sem hægt var að vaska upp og þar var líka hægt að setja “token” í vél og fá heitt vatn. Einnig var grill og kamína. Gasalega flott allt saman.
En til að halda áfram með ferðasöguna þá var farið aftur að veiða eftir göngutúrinn og eins og áður þá fékkst ekki branda. Við Egill gáfumst upp og fengum Rannveigu og Berg til að fylgjast með Eydísi og skelltum okkur í golf. Við fórum á 9 holu völlinn (hann var ódýrari) og maður lifandi!!!!! Ég hef aldrei vitað aðra eins fjallgöngu. Hann var byggður í fjallshlíð og maður gerði ekkert annað en að labba upp og niður fjallið. (Egill vill að ég skrifi “mikill halli” en ég fer ekkert ofan af því að þetta var fjall). En við skulum ekkert tala meira um golfið annað en að völlurinn var glæsilegur og snyrtilegur í alla staði og það kostaði ekki nema 10 pund á manninn. Þegar við komum til baka var farið að grilla aftur og nú var lambakjöt í boði hjá okkur (nýsjálenskt lambakjöt nánat tiltekið) og nautakjöt hjá Rannveigu og Bergi. Okkur tókst að fylla tjalstæðið af reyk, sérstaklega þegar börnin fóru að kasta laufblöðum á grillið.
En eftir matinn var aftur reynt að veiða þangað til að við sáum ekki lengur könglana og klukkan var orðin svo margt að það var komin háttatími fyrir ungviðið. Eftir að hafa fengið heitt kakó var þeim dúndrað í svefnpokana og ekki leiðu nema 2-3 mínútur en að hrotur heyrðust úr öllum hornum. Fullorðna fólkið stritaði við að spila en um miðnætti gáfumst við upp og fórum að sofa. Við erum orðin svo gömul að við þoldum ekki að vakna svona snemma eftir svona langa nótt.
Daginn eftir var þetta fína veður þannig að við borðuðum úti og fórum svo að huga að samantekt. Eins og við var að búast byrjaði að rigna þegar við byrjuðum að taka saman tjaldið. Ákveðið var samt að halda því áfram og þurka það þegar að heima væri komið. Þegar búið var að koma öllu fyrir í bílana kom sólin og til að sleppa við vesenið að þurka tjaldið heima var ákveðið að biðnda tjaldið upp á milli tveggja trjáa og vona það besta. Einmitt þegar að allir voru í burtu í klósettferð – byrjaði að rigna og sem betur fer hafði ég fórnað mér (og hélt í mér á meðan) og náði að henda tjaldinu skraufþuru inn í bíl.
Þegar hingað var komið ákváðum við að yfirgefa þennan dýrðarstað og leggja af stað í bæinn. Rannveig og Bergur urðu að fara heim að læra (greyið þau) en við Egill ákváðum að gera Eydísi þann mikla greiða og fara að skoða kastala. (Hún er búin að biðja um það frá því að við komum til Skotlands.) Þetta var hinn fínasti kastali og bauð upp á skemmtilegar myndaþrautir fyrir krakka svo að þau nenni að labba allan hringin. Svo fengum við okkur kaffi og skonsur (Eydís fékk heitt kakó og súkkulaðiköku) á kaffihúsi staðarins. Að lokum gengum við um gríðarlega fallegan hallargarð sem var reyndar alveg iðagrænn en ekki alveg í blóma og verður gaman að fara þangað seinna þegar að allar rósirnar verða sprungnar út.
Það eru komnar nýjar myndir undir linknum “UTILEGAN” af ferðalaginu og fleiri á leiðinni.
Látum þetta gott heita í bili
Kveðja, Ragna
þriðjudagur, maí 13, 2003
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Hæhó. Jájájá - ég veit að það er langt síðan að v...
- Jæja, jæja, jæja...........sem betur fer eru páska...
- Jæja, jæja, jæja...........sem betur fer eru páska...
- Jæja gott fólk. Það hefur gengið á ýmsu og best a...
- HÆ allir saman. Ég ákvað að segja ykkur aftur frá ...
- Nú er þriðja helgin liðin hér í Aberdeen. Eydís e...
- Jæja, núna erum við búin að vera í Aberdeen í rúma...
- Það hefur nú ýmislegt gerst um helgina. Á föstudag...
- Jæja nú er ég búin að setja nyjar myndir á netið o...
- Jæja, nú erum við loksins komin í Internet-samband...
1 Comments:
vanessa bruno, timberland, nike roshe, true religion jeans, vans pas cher, coach purses, nike free, air max pas cher, nike free pas cher, nike tn, air max, hollister, ralph lauren, nike air max, polo lacoste, coach outlet store online, longchamp, michael kors pas cher, nike huaraches, north face, true religion jeans, nike trainers, true religion outlet, coach factory outlet, sac longchamp pas cher, lululemon outlet online, oakley pas cher, new balance pas cher, abercrombie and fitch, mulberry, north face, michael kors uk, hogan outlet, air jordan, true religion outlet, sac hermes, converse pas cher, louboutin, sac guess, air max, longchamp, nike blazer, nike roshe run pas cher, michael kors outlet, ray ban sunglasses, nike air force, michael kors, ray ban pas cher, hollister, sac burberry, polo ralph lauren
Skrifa ummæli
<< Home