miðvikudagur, maí 07, 2003

Hæhó. Jájájá - ég veit að það er langt síðan að við settum eitthvað inn á síðuna. En hér kemur skýrsla síðustu viku:

Hér hefur ýmislegt gengið á, hér voru kosningar þann 1. maí og til að bæta fólki upp tapaðan frídag var gefið frí í staðin á mánudaginn 5.maí. (Skringilegt) En barnaskólarnir og leikskólarnir voru lokaðir 1, 2 og 5 maí. En ekki háskólarnir. Það gerði það að völdum að Rannveig og Bergur lenntu í vandræðum með strákana sína og fengu þeir því að eyða dögunum hjá okkur Eydísi. Það var sko hamagangur á hóli. Þau eru voðalega góðir vinir og skemmtilegt að fylgjast með þeim.

Á laugardaginn var ákveðið að keyra aðeins um borgina og síðan fórum í í Duthie Park til að leika okkur. Veðrið leikur við okkur þessa dagana. Það er búið að vera hlýtt á daginn en svo kemur oft smá rigningarspýa seinnipartinn og á kvöldin.
Á sunnudaginn var planað að fara á markað sem var aðeins fyrir utan bæinn. Bergur og strákarnir komu með okkur og við hittum Magnús og Hafdísi (íslensk hjón sem eru búin að búa hérna í 5 ár). Stórkostlegur markaður með alls konar skrani og dóti - fínt dót inn á milli en líka alls konar drasl sem maður skilur ekki að fólki hafi dottið í hug að selja. Ég meina.........þarna voru ryðguð sagarblöð, ryðgað-dekkjalaust hjól, ofl. Eftir markaðinn fórum við í búð sem heitir Costco og er svona einskonar heildsölubúð. Risastór. Magnús og Hafdís buðu okkur í kaffi eftir og þá var planað að fara í útilegu næstu helgi. Spennandi

Við Egill skelltum okkur í golf í gær. Hér er þessi fíni æfingavöllur (6 holur) og það kostar bara 2 pund að fara einn hring. (240 kr.) Við ætlum að koma okkur í form áður en við leggjum í fína 18 holu völlinn. Þar kostar hringurinn reyndar ekki nema 4 pund fyrir stúdenta (480 kr.) og 11 pund fyrir aðra (1320 kr). Það er nú ekki mikill peningur fyrir 18 holu flottan völl....!!!!!!!!!
Reyndar gerðum við Egill meira en að fara bara í golf.......við fórum líka út að borða. Rannveig og Bergur vildu nefnilega fá Eydísi til að gista hjá sér. Svo komu þau með hana til okkar klukkan hálf-níu í morgun.

Í dag var hjóladagur í leikskólanum hjá Eydísi. Þá áttu krakkarnir að koma með hjól með sér og hjóla fyrir áheitum. Þetta var gert til að safna fyrir hjálmum og fleira dóti. Mjög sniðugt.

Ég er búin að setja inn nýjar myndir á myndasíðuna okkar.
Bæ í bili
Ragna