mánudagur, september 29, 2003

Jæja, það er orðinn dulítill tími síðan síðasta bloggbull leit dagsins ljós. Af fjölskyldunni í Abbo er allt gott að frétta. Eydís er búin að vera skólastelpa í nærri mánuð og allt hefur gengið eins og í sögu, reyndar miklu betur en foreldrarnir þorðu að vona. Hún er að læra stafi og hljóð sem þeir tákna og fær bækur með sér heim sem hún á að lesa og eru án texta, bara myndir sum sé og hún á að búa til sögu við myndirnar. Þetta gengur henni afskaplega vel og er látið vel af henni við þennan “sögulestur” sem hún þarf svo að endurflytja í skólanum (frjáls aðferð). Það gengur reyndar ekki alveg jafn vel að læra að þekkja tölustafi (ættgeng stærðfræðistífla????) en það bjargast. Ragna er að byrja í skólanum núna á mánudaginn og hlakkar óskaplega til. Hún hélt reyndar að það yrðu allir félagar hennar einhverjir tölvunördar og súperspekingar en annað kom náttúrulega á daginn í kynnigardögum núna fyrir helgi. Sennilega hefur hún nú bara einna mestu reynsluna í svona grúski. Þetta virðist annars vera frekar stíft prógramm og verður vafalaust mikið að gera. Sá sem þetta skrifar er hins vegar bara að paufast áfram við það sama gamla og venjulega – ekkert nýtt á þeim vígstöðvum.

Um síðustu helgi fórum við svolítið ferðalag á stað sem ég man ekki alveg hvað heitir, þarf að fletta því upp – dokið augnablik............................ Kiltarlity, alveg stórfínn staður og fyrir áhugasama er hér slóðin. Sennilega skellir nú Ragna einhverjum myndum á netið líka. Þetta er ekki ýkja langt frá Inverness. http://www.visitscotland.com/accommodation/accommodation/?view=Search+details&accomType=1&establishment=SCOT3133518
Á leiðinni þarna uppeftir fórum við svo í skemmtigarð þar sem hægt er að fara í eitt af fáum upprunalegum skógarrjóðrum í Skotlandi. Myndir fylgja.

Nú, af öðrum fréttum má telja að nú er búið að stela hnakknum af hjólinu sem dekkjunum var stolið af fljótlega eftir komuna hingað. Það er líka búið að brjóta annað brettið og hefur fjölskylduráðið komist að þeirri niðurstöðu að best sé að forða standaranum og farga restinni, það er ódýrara að kaupa nýtt hjól ef þurfa þykir. Fjárfesti í notuðum fluguveiðigræjum - hjóli, stöng og flotlínu á 50 pund (u.þ.b. 6500kr). Ekki enn búinn að vígja herlegheitin en vonandi rætist úr því fljótlega. Hér eru sko fluguveiðar stundaðar allt árið um kring.

Af því séríslenska áhugamáli veðrinu er það að segja að það hefur bara verið nokkuð gott, yfirleitt legið í svona 10-15 stiga hita fyrir utan einn dag sem var ansi kaldur. Ég hélt ég frysi í hel í 4 stiga hita. Minnti óþyrmilega á að rakur, kaldur, skoskur vetur er í vændum. Reyndar hefur eitthvað verið að frysta inn til landsins og til fjalla.

Jæja nóg í bili.

Kveðjur á klakann.
Egill, Ragna og Eydís

1 Comments:

At 2:51 f.h., Blogger qinaide said...

0731jejeN'importe qui évalue: Déterminé à new balance femme rose et bleu marine obtenir plus essentiel au sujet du golf ainsi j'ai acheté ceci comme étant un démarreur établi pour moi-même. Dans le cas où vous jetez un coup d'oeil à l'intérieur des sacs basket air jordan pour homme de joueur, vous remarquerez que la plupart d'entre eux combinent généralement des lames avec des cavités pour créer leur ensemble. Air Jordan 31 Chaussures Je connais la question que vous pourriez peut-être vous poser des questions en ce moment. Absolument tout le monde voulait être nike pas cher france avis comme Mike, donc tout le monde a couru acheter les baskets qu'il portait quand il menait les Bulls à la victoire. La marche est nike sportswear air max thea pas cher un moyen sain de soulager l'arthrite du pied et du bas du dos. Mais ce matériau doit être isolé avec de l'eau, de l'air nike air max 1 homme noir et blanche et de la lumière.

 

Skrifa ummæli

<< Home