mánudagur, september 15, 2003

Hæ og hó alle i hopa.
Já við erum komin heim í heiðardalinn. (aka. Aberdeen). Já okkur finnst við eiga heima hérna núna. Veðrið hefur leikið við okkur síðan við komum, hitin dúllað á bilinu 15-20 gráður og yfirleitt sól. Fyrir veðuráhugasama þá hefur ekki ringt jafn lítið hér í Aberdeen svo áratugum skiptir......... í júlí og ágúst í fyrra ringdi 260 mm en í júlí og ágúst 2003 ringdi ekki nema 30 mm. Já þetta voru nú áhugaverðar fréttir.........er það ekki?

En hérna er lífið farið að ganga sinn vanagang, Eydís byrjuð í skólanum og gengur rosalega vel. Egill er líka byrjaður í skólanum og gengur líka rosalega vel. Ég byrja hins vegar ekki fyrr en 29. september og mér gnegur rosalega vel í því að vera svarsýn um fyrirhugaða skólagöngu. En þar sem að ég er búin að borga skólagjöldin er víst ekki hægt að bakka út úr þessu. En ég viðurkenni að þetta er væn blanda af kvíða, móðursýki og tilhlökkun sem brjótast út endrum og eins með ofsalegum hreingerningarköstum eða algjöru aðgerðarleysi. Já svona er það.

En við lofum því að reyna að vera duglegri að senda posta í framtíðinni og ég veit að orkumagnið rís í mér þegar ég verð byrjuð í skólanum.

over and out
Ragna