sunnudagur, október 19, 2003

Hæhæ
Ég ákvað að blogga aðeins áður en ég fer að sofa. Nú er sem sagt sunnudagskvöld og helgin búin að vera meira en lítið þægileg. Við vorum svo heppin að hitta á Rannveigu og Berg í búðinni seinnipartinn á föstudaginn og þau ákváðu að taka stelpuna með sér heim og leyfa henni að gista. Við Egill aftur á móti skelltum okkur út að borða á Friday´s og fórum svo í bíó. Nú erum við þar með búin að eyðileggja áralanga hefð okkar að fara bara einu sinni á ári í bíó. Það stefnir nefnilega í það að við förum tvisvar á þessu ári (okkur langar að sjá síðustu Lord of the Rings myndina). En það þarf alltaf að brjóta góðar hefðir og búa til nýjar. Já - við sáum myndina "A League of Extraordenary Gentlemen" með Sean Connery. Okkur fannst hún allt í lagi en svolítið vitlaus líka. En svona er það nú þegar maður er orðin gamall og vitlaus og kann ekki gott að meta. Nú við nýttum okkur þann sjaldgæfa möguleika og sváfum til 11.00 morgunin eftir og dunduðum okkur svo við það að gera ekkert. Rannveig og Bergur buðu okkur svo í mat á laugardagskvöldið og var það óvenjulega siðmenntuð hegðun hjá okkur og vorum við komin heim fyriir klukkan ellefu. Kannski hafði það eitthvað að segja að Bergur er að leggja lokahöndina á Mastersverkefnið sitt og má ekki við löngum nóttum. Nú dagurinn í dag leið líka án nokkurar áreynslu og má segja það að fjölskyldan hafi ákveðið að slappa algerlega af þessa helgina. Meira að segja Eydís svaf til 10,30 í morgun.........eitthvað sem gerist aldrei.!!!
Jæja - nú ætla ég að skella mér í sturtu því að á morgun bíður mín langur dagur í skólanum.

Kveðjur
Ragna