miðvikudagur, október 15, 2003

Já það er ekki alltaf sem ég blogga tvisvar sama daginn. Það er nú helst af því að ég gleymdi að "posta" síðasta post og er hann því pínulítið gamall.

Nú annars gengur allt vel hjá okkur og nóg er að gera. Eydís er í tveggja vikna vetrarfríi í skólanum og er heima þessa stundina. Við Egill skiptumst á að vera heima með henni. Nú, ég er náttúrulega byrjuð í skólanum og líst bara ágætlega á þetta allt saman. Ég er að vinna í 4 verkefnum sem ég á að skila um miðjan nóvember. Svo skila ég fjórum verkefnum í viðbót í lok janúar. Ég er svo heppin að það eru engin próf í áföngunum sem ég er í . Þeir halda því fram að maður hafi tekið nóg af prófum þegar maður tók fyrstu gráðuna sína og því eigi maður að einbeita sér að því að koma hugsunum sínum niður á blað á skiljanlegan hátt. Ég er mjög sátt við það. En framundan er svo sannarlega mikið að gera hjá öllum. Egill er til dæmis að undirbúa smá fyrirlestur sem hann þarf að halda í Edinborg í næsta mánuði. (Ég er að hugsa um að reyna að troða mér með. :-)

En jæja - verð að halda áfram með þessi verkefni.....veitir ekki af
Hilsen, Ragna