miðvikudagur, október 15, 2003

Halló allir

Jæja það var víst komin tími til að við skrifuðum eitthvað fleira á þessa blessuðu blogg-síðu.

* Nú það sem er helst í fréttum er að við fengum heimsókn frá Íslandi um þar-síðustu helgi. Já ég segi það satt - Ágústa vinkona mín og Egill maðurinn hennar komu í heimsókn til okkar síðustu helgi og það var sko sannarlega fjör. Þau komu upp úr hádegi á föstudegi og ég fór og hitti þau á hótelinu og síðan var strikið tekið í búðir Aberdennborgar. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, orðið vitni að annarri eins skipulagninu. Hún Ágústa mín tók búðirnar með trukki og strikaði jafnóðum út af jólagjafalistanum. Hún var svo heppin að hafa Egil og mig sem burðarmenn þannig að hún var enn fljótari að versla. Eftir verslunarferðina miklu fórum við uppgefin á á næsta bar til að hlaða batteríin. Nú síðan var stefnan tekin á Linksfield Road þar sem Egill (minn) var byrjaður að elda þessa fínu máltíð. Við fengum túnfisksteikur með hvítlaukssósu. Svo sátum við og spjölluðum og drukkum fram eftir nóttu.
* Laugardagurinn kom (því miður) og var heilsufarið misjafnt. En við drifum okkur nú samt út og keyrðum Egil og Ágústu í "Argos" og "Mothercare". Síðan var heilsan orðin svo slæm að við skelltum okkur á Burger King. Eftir það fóru allir til síns heima og fengu sér fegurðarblund því fram undan var skemmtilegt kvöld. Við fengum pössun fyrir Eydísi hjá Rannveigu og Bergi. Við hittumst aftur á æðislegum ítölskum resturant sem heitir "S´opranos". Þar var borinn í okkur frábær matur þar sem skamtarnir voru svo stórir að við áttum ekki til orð. Svo rúlluðum við út og enduðum á pub sem var í þessari líka flottu kirkju. En því miður var okkur hent út klukkan eitt - ekki vegna ólata heldur vegna þess að bretar lifa ennþá á 17. öld og loka öllu klukkan eitt. Reyndar skruppum við augnablik inn á klúbb sem heitir "Chicago Rock Cafe". Þar skoðuðum við frekar skrautlegt mannlíf sem samanstóð af öfum og ömmum (og fullt af misfríðu fólki) í frekar misjöfnu ástandi. Nú eftir það virtist sem að öll sund væru lokuð en okkur til mikillar undrunar var hótelbarinn hjá Ágústu og Agli ennþá opinn og því fengum við okkur síðasta drykkinn þar. Síðan var kominn tími til að fara heim og fórum við Egill í leigubílaröðina og biðum í 45 mínútur í rigningunni.

En þó að heilsan hafi verið frekar skrautleg daginn eftir verð ég að segja að það var frábært að fá svona heimsókn og hressti það aldeilis við heimilishaldið í Aberdeen. Takk fyrir Ágústa og Egill.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home