föstudagur, nóvember 21, 2003

Sælir allir. Já hér ríkir svo sannarlega gleði á bæ. Við vorum að fá pakka frá Íslandi með alls konar góðgæti. Já- Gillí og Gerða tengdamamma voru að senda okkur pakka. Til Eydísar eru tvær afmælisgjafir (sem eru núna geymdar uppí skáp) og svo fékk hún nammi í poka líka. Það ískraði í henni þegar hún frétti að það væri smá pakki til hennar, hún var svo ánægð. Til okkar Egils var sendur lakkrís (sennilega meira til mín en Egils) og fullt af harðfiski (sennilega meira Egils en mín). Fæ nú samt sennilega að smakka. Þetta lífgaði svo sannarlega upp á annars leiðinlegan dag. Já - dagurinn byrjaði ekki vel. Við þurftum að skafa FROST af bílnum okkar í fyrsta sinn í dag. Reyndar er veðrið alveg frábært, sól og heiðskýrt en rosalega kalt. Það spáir enn meira frosti næstu nótt. Ég held að veturinn sé að ganga í garð hérna. Nú annars ætlum við að ganga frá restinni af jólagjöfunum þessa helgina.
En fleira var það víst ekki í bili
Kveðja
Ragna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home