mánudagur, nóvember 17, 2003

Sælir allir íslendingar
Já - nú er enn ein helgin liðin og allt á fullu hérna í Abbó. Á laugardaginn buðum við Magga, Hafdísi, Rannveigu og Bergi (og Co.) í mat. Það voru eldaðar túnfisksteikur, með kartöflugratíni, sallati og tveimur gerðum af kaldri sósu. 'Otrúlega gott. Þetta er eins og að fá sér nautasteik nema bara fiskur. Merkilegt. Svo gerðum við Tiramisú í eftirrétt. Já þetta var eins konar kveðjuveisla fyrir Rannveigu og Berg því að þau fara eftir tvær vikur. O mig auma. Já það verður áfall þegar að þau fara. En við fréttum að heljarinnar villibráðarveislu heima á Íslandi og leggjum til að hún verði haldin snemma í september á næsta ári til að við getum komið. Við vorum eiginlega græn af öfund þegar við heyrðum af kræsingunum sem voru í boði.
En nu er bara rétt um mánuður þangað til að við komum heim og Egill bjó til dagatal fyrir Eydísi til að fylgjast með framgangi mála. Mikið um að vera: afmæli þann 3 des, fyrsti jólasveinninn kemur 11 des og heim þann 18 des.
En jæja - biðjum að heilsa
Ragna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home