mánudagur, nóvember 03, 2003

Slurp, Slef og namminamm.....
Já það var slátur í matinn hjá okkur í gær með öllu tilheyrandi. Já – Ágústa vinkona á heiðurinn af því að við gátum haft slátur í matinn því að hún kom með keppi til okkar um daginn. Þvílíkt lostæti!!!
Annars er helst frá því að segja að ég fór með Rannveigu á “pöbbinn” síðasliðinn föstudag. Eitthvað sem sjaldan gerist. Það var alveg stórmerkileg lífsreynsla. Já, þannig var það nú að við mættum á þennan líka sæta háskólapöbb þar sem komast sennilega ekki fleiri en 20-25 manns fyrir. Þar var engin mússík, ótrúlega þykkur sígarettureykur og fótbolti í sjónvarpinu (ekkert tal). Þarna voru líka tveir barþjónar sem voru svo líkir að þeir hefðu getað verið bræður. Sennilega orðið svona af því að vinna saman svona lengi. Nú – þarna sat fólk og rabaði saman um heim og geima og drakk alls konar bjóra í pintuglösum. Um 10 leytið tók ég eftir því að farið var að fækka verulega í hópnum og klukkan ellefu glumdi bjalla og við vorum vinsamlegast beðin um að klára úr glösunum. Já svona er pöbastemningin hérna. Allir út klukkan ellefu. Ég verð nú reyndar að taka fram að það er stranglega bannað að blóta á þessum pöbb. Merkilegt. Reyndar hafði Rannveig hitt nokkra stráka sem voru með henni í bekk og þeir vildu endilega að við kæmum með þeim á annan pöbb sem var í grendinni. Við ákváðum að skella okkur því að klukkan var náttúrulega ekki neitt á okkar mælikvarða. Nú – þessi pöbb var fullur út úr dyrum en einkum vegna þess að það var yfirstandandi Haloween kvöld og allir í búningum (nema við). Þarna var rífandi stemning og við ákváðum að fá okkur einn bjór og fara svo heim. Nú klukkan 12,30 hætti mússíkin og dyravörðurinn labbaði um og bað fólk um að klára. Ég varð alveg gáttuð. Ég meina......það er brjáluð stemmning og fólk á fullu að kaupa drykki og þú þarft bara að henda þeim út. Ég skil þetta ekki. En þetta varð sem sagt endirinn á annars ágætu kvöldi og ég ákvað að rölta heim. Rannveig aftur á móti skellti sér á einn pöbbinn í viðbót með strákunum áður en að stefnan var tekin heim.
Ég hitti Rannveigu svo aftur daginn eftir til að aðstoða hana við að kaupa sér brúðarkjól. Ég held að við höfum sett met í þessu. Ég sótti hana klukkan 13,00, vorum konar í búðirnar um 13,30 og hún var búin að kaupa sér kjól rétt rúmlega þrjú. Já – við álpuðumst inn í búðina þar sem ég keypti kjólinn minn og viti menn!! Þar var í gangi útsala. Þannig að Rannveig skellti sér á æðislega fallegan kjól á sítapening. Fannst okkur allavegana.
En nóg í bili
Kv. Ragna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home