miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Haaló
Ég var að koma úr klippingu. Egill sagði bara ó, ó, ó, þegar hann sá mig. Mér finnst þetta bara fín - svolítið mikið rautt en það er allt í lagi. Ég fór í klippingu til Þóris og það var mjög fínt. Það kostar jafn mikið að láta klippa og lita sig hérna í Aberdeen eins og heima. Semsagt dýrt. Nú annars er ég að fara að sækja strákana hennar Rannveigar á eftir og þeir ætla að vera hjá okkur í fjóra daga. Bergur er nefnilega að verja mastersritgerðina sína heima á Íslandi og Rannveig ætlar að horfa á hann og veita honum móralskan stuðning. Þannig að við verðum 5 manna fjölskylda í fjóra daga. Þetta á eftir að verða ágætis törn því að strákarnir eru í skóla sem er dágóðan spotta héðan þannig að ég keyri þá þangað og Egill fer með Eydísi í sinn skóla. Nú annars er það helst að frétta að Eydísi gengur orðið rosalega vel í skólanum. Hún er farin að fá "komment" í bókina sína eins og "Great" og "fantastic". Við erum ógeðslega stolt af henni. Hún er farin að tala talsvert en það vantar enn smá uppá. Ég spái því að hún verði orðin alveg altalandi á ensku um páskana.
Jæja
Bið að heilsa
Ragna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home