Jæja - nú eru allir búnir að venjast rauða hárinu mínu og allt gengur sinn vanagang. Rannveig og Bergur komu heim á sunnudeginum og sóttu strákana. Bergi hafði gengið einstaklega vel og er orðin "Master". Nú annars er törn framundan hjá okkur. Eydís er að fara í afmæli hjá Alexander og Benedikt næsta laugardag. Okkur er boðið til Þóris og Kristjáns laugardaginn þar á eftir, Egill á að flytja fyrirlestur í Edinborg mánudaginn 24. nóv. og svo er útskriftin hjá Rannveigu þann 29. nóv. Ég á að skila verkefnum þann 21. nóv og þann 28. nóv. Það er sem sagt nóg að gera og allir eru á fullu. Það er eiginlega hægt að segja að Eydísi gangi best í skólanum af okkur þremur.
Jæja, ég hef eiginlega ekki meira að segja í bili
Kveðja Ragna
þriðjudagur, nóvember 11, 2003
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Haaló Ég var að koma úr klippingu. Egill sagði ba...
- Slurp, Slef og namminamm..... Já það var slátur í ...
- Skrifað á sunnudeginum 26. október 2003 Jæja. Það ...
- Þvílík hamingja !! Já það ríkir eintóm hamingja í...
- Hæhæ Ég ákvað að blogga aðeins áður en ég fer að s...
- Já það er ekki alltaf sem ég blogga tvisvar sama d...
- Halló allir Jæja það var víst komin tími til að v...
- Jæja, það er orðinn dulítill tími síðan síðasta bl...
- Jæja - í staðin fyrir að gera eitthvað að viti ákv...
- Mikið ofboðslega er ég klár. Ég meina......þetta ...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home