Hæhæ
Við Egill byrjuðum á að skrifa jólakortin í gær. Já - ég er alveg búin að sjá það að þetta er ekkert skemmtilegt þegar ekki fylgir malt og appelsín og smákökur. Þetta var algerlega sterílt. Egill bætti sér það reyndar upp og fékk sér bjór en þar sem slíkur drykkur er ekki mér að skapi varð ég að sætta mig við vatn (eða mjólk). Ekki það sama og malt og appelsín. Já ég held að ég sé komin með einhverskonar fráhvarseinkenni á malti&appelsínu..... því það er ekkert annað sem mig langar meira í. Nema kannksi íslenskur lakkrís...ýsa með hamsatólg og soðnar kjötbollur. Já þetta er það sem mig langar helst í. Allt annað get ég keypt hér. Já það hljóta nú margir að verða hissa þegar við segjum að hér ómögulegt að kaupa ýsu. Sko - almennilega ýsu. Já, flökin eru svo lítil að þau eru eins og af þingvallamurtu og eru alls ekki góð - sennilega veidd í kringum olíuborpallana. Eini almennilegi fiskurinn hérna er laxinn (sem er nánast betri en á Íslandi) og túnfiskurinn. Nú svo er skötuselurinn ótrúlega ódýr en hvergi hægt að kaupa humar. Já - þetta er skrýtið land. En hér ákváðum við að vera þannig að maður verður að bíta í það súra. Við erum nú ekki farin að taka upp neinar skoskar matarhefðir því að þær eru alls ekki girnilegar. Sérstaklega ekki pylsurnar sem þér éta víst á morgnana. Það eru alls konar (Fitusprengdar) pylsur og blóðpylsur. Við fáum okkur nú samt einstaka sinnum egg og beikon á helgum (aðallega eftir skrall).
Já -ég gleymdi nú að segja ykkur frá því að við Egill fórum í matarboð á föstudaginn síðastliðinn. Já....prófessorinn hans Egils bauð öllum stúdentunum sínum í mat og drykki. Þau búa einhverstaðar fyrir utan Aberdeen þannig að við Egill buðumst til að vera á bíl og sóttum 2 samstúdenta Egils og eina kærustu. Þarna var svo strax boðið upp á alls konar drykki (mikið úrval) og sest inn í stofu og rabbað saman. (all voðalega formlegt) Svo var okkur boðið inn í borðstofu í matinn og það var nú sérstaklega áhugavert. Konan hans hafði búið til sitt "specialitet" sem samanstóð af kjúklingi í kássu með þykkum skinkubitum og sveppum úr dós. Sósan í kássunni var ljósrauð og ekkert sérstaklega bragðmikil. Svo var einn réttur sem var grænmetisréttur og var úr hrísgrjónum og cashew hnétum. Hann var reyndar fínn. Meðlætið samanstóð af soðnum hrísgrjónum, kartöflum, linsubaunum og sallati úr poka (bara grænt sallat, engir tómatar eða agúrka) og majones sem sallatsósa. Í eftirrét var síðan toffee pavlova með ávöxtum og alls kyns ostar og kex. Það var allt saman hið mesta lostæti.
Þetta var hin fínasta lífsreynsla og gaman að komast í kynni við ekta breska matargerð. (get nú reyndar ekki gefið því háa einkunn) En tek það enn og aftur fram að sérstaklega var vel veitt af áfengi, engin níska.
Jæja - það er víst best að halda áfram að læra
Bið að heilsa
Ragna
miðvikudagur, desember 10, 2003
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- HÆhæ Nú er klukkan hálf ellefu og við erum að reyn...
- Halú - alle i hopa. Já ég var búin að skrifa niður...
- Halló Já núna er sunnudagur og það vita allir hvað...
- Jæja -nú má óska mér til hamingju með að vera komi...
- Eins og flestir vita þá erum við að reyna að halda...
- Sælir allir. Já hér ríkir svo sannarlega gleði á ...
- 'ufff. Já ég byrja bloggið mitt svona því að það ...
- Sælir allir íslendingar Já - nú er enn ein helgin ...
- HÆhæ - ég skrifaði smá vitleysu í síðasta pósti. ...
- Já - nú hef ég sko fréttir að færa. Þannig er mál...
1 Comments:
www0521
oakley sunglasses
polo ralph lauren
world cup jerseys
moncler jackets
polo ralph lauren
michael kors handbags
cheap football shirts
true religion jeans
canada goose outlet
kobe 9
Skrifa ummæli
<< Home