fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Jæja -nú má óska mér til hamingju með að vera komin í jólafrí. Já ég skilaði inn ritgerðunum mínum í dag eftir skemmtilega og fræðandi "törn". (NOT)
Nú er komið að því að sinna Eydísi og undirbúa afmælið hennar. Ég ætla að taka mér frí í viku og byrja svo á verkefnunum sem ég á að skila í janúar.
Nú annars gékk Agli rosalega vel í Edinborg (Aberdeen nemarnir voru bestir). Nú tekur það við hjá honum að hann þarf að skila inn grein sem verður flutt á ráðstefnu í vor. Nú - það er búin að bjóða okkur í mat hjá prófessornum hans Egils þann 7. des ásamt öllum hinum sem vinna í verkefninu. Það verður spennandi að sjá hvaða matur verður í boði.
Annars erum við að fara í útskriftina hennar Rannveigar á laugardaginn og allir krakkarnir gista hjá Magnúsi og Hafdísi á meðan. (þau vita sennilega ekki hvað þau eru að fara útí - hihi) En það verður sennilega voðalega fínt hjá okkur og svo förum við út að borða (eitthvað voða fínt). Mig hlakkar rosalega til.
En ekki fleira í bili - er að fara að leira með Eydísi áður en hún fer að sofa
Kveðja
Ragna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home