fimmtudagur, desember 04, 2003

Halú - alle i hopa.
Já ég var búin að skrifa niður heljarinnar pistil í gær á bloggið og skrapp aðeins frá tölvunni. Á meðan kom Egill og ætlaði að skoða einhverja Djö...ansk.... Liverpoolsíðu og af því að ég var ekki búin að "svava" þá hvarf allt. Þannig að ég gafst upp þann daginn og ákvað að prófa aftur núna.

Já - tilefni skriftanna í gær var að Eydís átti afmæli gær. Fimm ára skvísa. Já - en hún fékk að vera heima af því að hún er búin að vera kvefuð svo lengi. Reyna að ná þessu úr henni. Gærdagurinn var samt voðalega fínn - hún fékk að opna alla pakkana sem hún fékk frá Íslandi og maður lifandi hvað hún var ánægð með allt sem hún fékk. Þar á meðal voru bækur (sem vantaði sárlega), dúkkuhaus til að greiða, sverð (frá Alexander og Benedikt) húfa og vettlingar, barbíe dúkka og hlaupahjól. Svo eyddi hún deginum í að leika sér að öllu ´nýja dótinu sínu. Nú afmælisveislan verður næsta laugardag og von er á slatta af fólki. Hún býður þremur vinum sínum úr skólanum og svo bauð hún líka Magnúsi og Hafdísi (afa og amma í skotlandi) og Guðrúnu (4 ára) og mömmu hennar og pabba. Ég er að baka á fullu áður en að ég þarf að skríða í skólann en ég á að mæta í tíma klukkan 6-21. Reyndar verð ég að viðurkenna það að ég svindla svolítið í þetta sinn.......já ég hélt að ég myndi aldrei gera þetta en ég er að baka kökur frá Betty Croccker. Gulrótarköku og súkkulaðiköku. Svona er það þegar maður hefur eiginlega engin tól og tæki til þess að halda stórafmæli........þá er þetta neyðarúrræði.
En talandi um að baka...............................Egill bakaði rúgbrauð um daginn. Já,,, það var óóórúlega gott. Hann er meira að segja að hugsa um að bara meira. Þetta er svo gott með eggjum og kavíar. Það vantar bara síld.

Jææja - verða að hætta þessu blaðri. Þarf að taka köku út úr ofninum og setja aðra inn í staðinn. Svo þarf ég að prenta glærur fyrir tímann í kvöld.
Kveðja Ragna

P.S. Þórunn Ella, gott framtak að byrja að blogga aftur. Við Egill höfum einstaklega gaman af því að lesa "bullið" þitt.