Halú - alle i hopa.
Já ég var búin að skrifa niður heljarinnar pistil í gær á bloggið og skrapp aðeins frá tölvunni. Á meðan kom Egill og ætlaði að skoða einhverja Djö...ansk.... Liverpoolsíðu og af því að ég var ekki búin að "svava" þá hvarf allt. Þannig að ég gafst upp þann daginn og ákvað að prófa aftur núna.
Já - tilefni skriftanna í gær var að Eydís átti afmæli gær. Fimm ára skvísa. Já - en hún fékk að vera heima af því að hún er búin að vera kvefuð svo lengi. Reyna að ná þessu úr henni. Gærdagurinn var samt voðalega fínn - hún fékk að opna alla pakkana sem hún fékk frá Íslandi og maður lifandi hvað hún var ánægð með allt sem hún fékk. Þar á meðal voru bækur (sem vantaði sárlega), dúkkuhaus til að greiða, sverð (frá Alexander og Benedikt) húfa og vettlingar, barbíe dúkka og hlaupahjól. Svo eyddi hún deginum í að leika sér að öllu ´nýja dótinu sínu. Nú afmælisveislan verður næsta laugardag og von er á slatta af fólki. Hún býður þremur vinum sínum úr skólanum og svo bauð hún líka Magnúsi og Hafdísi (afa og amma í skotlandi) og Guðrúnu (4 ára) og mömmu hennar og pabba. Ég er að baka á fullu áður en að ég þarf að skríða í skólann en ég á að mæta í tíma klukkan 6-21. Reyndar verð ég að viðurkenna það að ég svindla svolítið í þetta sinn.......já ég hélt að ég myndi aldrei gera þetta en ég er að baka kökur frá Betty Croccker. Gulrótarköku og súkkulaðiköku. Svona er það þegar maður hefur eiginlega engin tól og tæki til þess að halda stórafmæli........þá er þetta neyðarúrræði.
En talandi um að baka...............................Egill bakaði rúgbrauð um daginn. Já,,, það var óóórúlega gott. Hann er meira að segja að hugsa um að bara meira. Þetta er svo gott með eggjum og kavíar. Það vantar bara síld.
Jææja - verða að hætta þessu blaðri. Þarf að taka köku út úr ofninum og setja aðra inn í staðinn. Svo þarf ég að prenta glærur fyrir tímann í kvöld.
Kveðja Ragna
P.S. Þórunn Ella, gott framtak að byrja að blogga aftur. Við Egill höfum einstaklega gaman af því að lesa "bullið" þitt.
fimmtudagur, desember 04, 2003
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Halló Já núna er sunnudagur og það vita allir hvað...
- Jæja -nú má óska mér til hamingju með að vera komi...
- Eins og flestir vita þá erum við að reyna að halda...
- Sælir allir. Já hér ríkir svo sannarlega gleði á ...
- 'ufff. Já ég byrja bloggið mitt svona því að það ...
- Sælir allir íslendingar Já - nú er enn ein helgin ...
- HÆhæ - ég skrifaði smá vitleysu í síðasta pósti. ...
- Já - nú hef ég sko fréttir að færa. Þannig er mál...
- Jæja - nú eru allir búnir að venjast rauða hárinu ...
- Haaló Ég var að koma úr klippingu. Egill sagði ba...
2 Comments:
jianbin1219
cheap jordans
marc jacobs outlet
tods shoes,tods shoes sale,tods sale,tods outlet online,tods outlet store,tods factory outlet
kobe 9 elite
hollister shirts
hollister
instyler ionic styler,instyler,instyler ionic styler pro
babyliss outlet
converse sneakers
valentino shoes
salomon speedcross 3
ed hardy outlet
nike air foamposite one,foamposite,foamposites,foamposite release 2015,foamposite sneakers,foamposites for sale,foamposite gold
air jordan 4 free shipping
tommy hilfiger outlet
bottega veneta outlet online
www0530
cheap jordans
longchamp outlet
dolce and gabbana
nike store
chrome hearts outlet
warriors jerseys
air max 90
san antonio spurs jerseys
polo ralph lauren
tory burch outlet
Skrifa ummæli
<< Home