HÆhæ
Nú er klukkan hálf ellefu og við erum að reyna að koma afmælisstelpunni í bælið. Hún er í nýju náttfötunum sem hún fékk í afmælisgjöf frá Amanda Lily vinkonu sinni. Barbie náttföt að sjálfsögðu. Já - hér var þetta líka fína afmæli í dag þar sem mættu áðurnefnd Amanda Lily, Jia og Andrés sem eru öll með Eydísi í bekk. Svo kom líka Guðrún Ástla með mömmu sinni (Jóhanna) og pabba (Atli) ásamt nýjasta íslendingnum í Aberdeen hinni fimm mánaða Maríu Rún.
Einnig voru mæður áðurnefndra barna og svo Hafdís. Þannig að úr varð ágætis mæting og þrusustuð.
En hérna er linkur á myndir úr afmælinu. AFMÆLI
Egill fór áðan útá videoleigu og tók 3 myndir. "Pirates of the Carrabean", "Terminator 3" og "Bruce Almughty" (3 á verði 2 - tilboð á videoleigunni). Ælta að fara og horfa á T3 og fara svo að sofa.
Endilega að skrifa athugasemdir á linkinn (SHOUT OUT) hér að neðan ef þið viljið skilja eftir skilaboð til okkar.
Góða nótt
Ragna
laugardagur, desember 06, 2003
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Halú - alle i hopa. Já ég var búin að skrifa niður...
- Halló Já núna er sunnudagur og það vita allir hvað...
- Jæja -nú má óska mér til hamingju með að vera komi...
- Eins og flestir vita þá erum við að reyna að halda...
- Sælir allir. Já hér ríkir svo sannarlega gleði á ...
- 'ufff. Já ég byrja bloggið mitt svona því að það ...
- Sælir allir íslendingar Já - nú er enn ein helgin ...
- HÆhæ - ég skrifaði smá vitleysu í síðasta pósti. ...
- Já - nú hef ég sko fréttir að færa. Þannig er mál...
- Jæja - nú eru allir búnir að venjast rauða hárinu ...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home