sunnudagur, desember 14, 2003

Góða kvöldið
Afrek helgarinnar voru þau helst að Egill kom í veg fyrir stórbruna í stiganganginum í dag. já- hann hafði verið úti að leika með Eydísi og var á leiðinni inn aftur þegar að hann heyrði í reykskynjara á efri hæðinni. Hann bankaði nokkrum sinnu og þegar hann var farinn að finna verulega reykjarlykt kom hann niður og hringdi í slökkvuliðið. Þeir hljómuðu nú frekar rólegir og sögðu við Egil að þeir myndu senda einhvern til að skoða þetta. Tveimur mínútum seinna voru hingað komnir 3 slökkvubílar og örugglega 20 slökkviliðsmenn. Svaka stuð. Þeir þutu upp og brutu upp hurðina og slökktu eldinn. Enda þjálfaðir til þess. Þetta var síðan ekkert stórvægilegt en hefði svo sem getað orðið verra. Það hafði gleymst pottur á eldavélinni og kviknað út frá því. En þetta var sem sagt spenningur dagsins og lítið frá öðru að segja. Jú, annars, við afrekuðum það líka að skrifa öll jólakortin. Já - þá er nú lítið eftir annað en að pakka inn öllum jólagjöfunum þegar við komum heim.
Spenningur vegna Íslandsferðar er farin að gera vart við sig á heimilinu og það er komin ein ferðataska á stofugólfið til að geta hent í hana því sem maður man eftir þá stundina. Eydís er á fullu að velja hvaða barbídúkkur fá heiðurinn að koma með henni því fjöldinn var takmarkaður niður í tvær.
Annars heldur jólasveinaævintýrið áfram. Hún byrjaði í fyrradag að taka til í herberginu sínu að fyrra bragði og sópaði meira að segja gólfið. Þetta var allt gert fyrir jólasveininn. Hún sagði ekki orða þegar hún var beðin um að fara í náttkjólinn og var hreinlega óþolinmóð að bíða eftir að pabbi sinn kæmi að lesa fyrir hana. Við Egill erum að hugsa um að fjölga jólasveinunum næstu jól í 24........þetta gerir lífið svo auðvelt.
Bið að heilsa í bili. Ragna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home