Já - ég gleymdi að segja fólki það að ég er gengin í barndóm (ungdóm) þó að ég sé alveg að verða þrítug. Jú þannig er málið með "vöxtum" að eins og margir hafa tekið eftir þá er ég búin að vera ílla haldin í andlitinu síðastliðna mánuði (nánar tiltekið síðan í mars í fyrra). Nú - ég dreif mig loksins til læknis í jólafríinu og þá kemur sem sagt í ljós að ég er með svokallað "Rósarrauða" sem er einkenni svipað og unglingabólur nema bara bólgið og rautt. (Ekkert ógeslegt með). Þannig að ég fékk allskyns rándýr krem og núna er farin að sjást árangur. Þetta var svona update fyrir þá sem höfðu áhyggjur. (sennilega engin)
Allavegana, ég fór í mæðraskoðun áðan og það var örugglega dældur úr mér líter af blóði til að gera alls konar rannsóknir. Annars var allt fínt og ég er komin formlega 17 vikur (rúmlega) á leið. Svo er það næst sónar í byrjun febrúar.
En verð að halda áfram að læra
Bið að heilsa
Ragna
þriðjudagur, janúar 13, 2004
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Hæ Ég er nú að skrifa og monta mig af því hvað við...
- Halló, halló Núna erum við Egill orðnir stoltir ei...
- Halló allir og gleðilegt nýtt ár. Nú er stórfjölsk...
- HÆhæ Ég veit að ég lofaði að skrifa ekki meira fyr...
- HÆhæ. Ég er að skrifa til að tilkynna að bloggið m...
- Góða kvöldið Afrek helgarinnar voru þau helst að E...
- Hæhæ. Já, nú eru bara sex dagar þangað til að við ...
- Hæhæ Við Egill byrjuðum á að skrifa jólakortin í g...
- HÆhæ Nú er klukkan hálf ellefu og við erum að reyn...
- Halú - alle i hopa. Já ég var búin að skrifa niður...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home