laugardagur, janúar 10, 2004

Halló, halló
Núna erum við Egill orðnir stoltir eigendur af ristavél. (Egill vill segja brauðrist) Doesn´t matter. Já- við ákváðum að þetta gengi ekki lengur enda liðin rúm 2 ár síðan að gamla vélin okkar gaf upp öndina. Við komumst svo á bragðið hjá Gillí og Palla og ákváðum að nú væri ekki aftur snúið. Ristevélin yrði keypt. Ekki voru nú útlátin mikil því að vélin góða kostaði ekki nema 10 pund (1280 krónur) en er búin ýmiskonar tækninýjungum svo sem brauðþíðara, brauðupphitara, eject-takka ofl. sniðugt.

Annars er best að koma því á framfæri fyrir þá sem ekki vita að við Egill eigum von á barni um miðjan júní. Hana nú......nú ættu allir að vera orðnir upplýstir. Já, það var kominn tími til að við fjölguðum kyni okkar enda þvílíkt eðalkyn til að fjölga. Sjáið þið bara Eydísi.....einstaklega vel heppnað eintak.

Já - ég minntist á tölvuna í síðasta bloggi og nú liggur úrskurður fyrir. Örgjörfinn er dáinn og má því kenna um að viftan var ekki að virka eins og skyldi. Einnig var önnur vifta sem kælir einhversstaðar hjá rafmagnsinntakinu líka biluð og við neyðumst víst til að kaupa allt nýtt. Reyndar er í lagi með harðadiskinn og vinnsluminnið og verður það sennilega sett inn í nýju tölvuna. Við erum einstaklega spennt fyrir því að fá okkur flatan skjá og eru þeir hræódýrir hérna. Reyndar er hræódýrt að kaupa sér RISA-tölvur hérna og það verður víst að láta út fyrir því.

Jæja - er að fara að borða pizzuna sem að Egill bakaði handa okkur
Bið að heilsa
Ragna