miðvikudagur, janúar 21, 2004

Ja hérna hvað tíminn líður hratt. Það er kominn 21. janúar og mánuðurinn hefur hreinlega flogið í burtu. Nú ég veit eiginlega ekki af hverju ég er að skrifa því að það hefur ekkert gerst hjá okkur síðastliðna daga. Ég er reyndar búin með eina ritgerð af tveimur (var að fá yfirlesninguna tilbaka frá mömmu). Egill er að rembast við að skrifa grein sem hann þarf helst að skila sem fyrst og svo fer hann í það að útúa styrkumsóknina fyrir Rannís. Nú spyrja kannski margir sig hversu erfitt getur verið að útbúa eina styrkumsókn. Þeir hjá Rannís vita svo sannarlega hvernig á að gera svona hluti flókna. Egill þarf að skrifa heljarinnar langa lýsingu á verkefninu, fá lista frá kennaranum sínum um það efni sem kennarinn hefur gefið út + eintak af 5 nýjustu greinunum. Þetta þarf líka fyrir íslenska meðleiðbeinandann hans. Svo þarf þetta allt að vera í þríriti (ath! hver grein getur verið um 20-50 bls. x 5 stk. x 3 = ógeðslega mikið) Allavegana þegar ég sá um að ljósrita þetta fyrir hann í fyrra fór ég með fleiri hundruð blaðsíður og skilaði þessu inn risastórri möppu. Hver skyldi verða óheppni aðilinn á Íslandi sem verður beðin um að ljósrita fyrir okkur. Það er spurning.

En nenni ekki meira í dag - ótrúlega löt þessa dagana.
Kveðja Ragna