Jæja - nú ættu allir að geta samglaðst Aberdeenbúum því að við erum búin að fá nýja tölvu. Já- gamla tölvan bræddi úr sér og þeir settu saman nýja tölvu fyrir okkur úr heillegu hlutunum úr þessari gömlu. Samt kostuðu nú herlegheitin 50.000 kall. Reyndar er inn í þessu DVD skrifari sem þurfti náttúrulega að vera með. Þá getum við reyndar loksins farið að skrifa vídeomyndirnar okkar inn á DVD diska. Það er ýmislegt sem hefur hlaðist upp af svoleiðis upptökum í gegnum árin. 'Arétti að hér er eingöngu um að ræða, afmæli, jól og brúðkaup - engar sorahugsanir hérna. Við mælum sem sagt ekki með því að fólk kaupi sér nýjar tölvur af einhverjum "KLÁRUM" tölvuköllum úti í bæ. Það gerðum við (reyndar var það bara ég) og sjáið þið árangurinn. Rétt búin að eiga hana í ár og hún eyðilegst og ekkert við því að gera. Kallinn farinn á hausinn með fyrirtækið sitt og getur ekki staðið við neina ábyrgð. Fúlt. Hér eftir að kaupa allt hjá viðurkenndum aðilum.
Nú - tölvukaupin gerðu það að verkum að við gátum fylgst með beinni útsendingu (á rás 2) af leik Íslendinga og Slóvena. Við tölum ekki fleira um þær hamfarir en ítrekum enn og aftur að Patrekur er og verður heimskasti handboltamaður íslendinga. Hvernig er hægt að hafa svona mann inná?? Hann er eini handboltamaðurinn sem getur tapað leik eins síns liðs. Tjái mig ekki meira um það.
Jú það var reyndar sárt að geta ekki horft á leikinn eins og allir sannir íslendingar gerðu. En í stað verður maður að láta sér nægja brösótta útsendingu frá rás 2 og maður er ekkert nema pirraður.
En þetta átti nú að vera hamingjuleg skrif í tilefni nýju tölvunnar... hún er alveg frábær. Ógeðslega hröð og allt í henni sem var í gömlu tölvunni (þeir spóluðu gögnunum okkar á milli). Það eina sem er að henni er að viftan er alltaf í gangi og það er eins og að vera með millistóra hárþurku í stofunni. Hræðilegt. 'Eg ætla að hringja í þá á morgun og spyrja hvort að þetta sé eðlilegt.
En - kveð í bili og segi bara áfram Ísland á morgun
Ragna
fimmtudagur, janúar 22, 2004
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Ja hérna hvað tíminn líður hratt. Það er kominn 2...
- Jæja - nú er komið að fréttapistli dagsins. Eða öl...
- HÆ Í framhaldi af síðustu frétt þá er ég með eina ...
- Júhúúú Þó að hér sé frekar lítið um að vera þá hef...
- Já - ég gleymdi að segja fólki það að ég er gengin...
- Hæ Ég er nú að skrifa og monta mig af því hvað við...
- Halló, halló Núna erum við Egill orðnir stoltir ei...
- Halló allir og gleðilegt nýtt ár. Nú er stórfjölsk...
- HÆhæ Ég veit að ég lofaði að skrifa ekki meira fyr...
- HÆhæ. Ég er að skrifa til að tilkynna að bloggið m...
1 Comments:
www0530
cheap jordans
longchamp outlet
dolce and gabbana
nike store
chrome hearts outlet
warriors jerseys
air max 90
san antonio spurs jerseys
polo ralph lauren
tory burch outlet
Skrifa ummæli
<< Home