miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Hamingjustigið hjá fjölskyldunni í Abbói reis um helming í kveld. Já - Egill rakst á almennilega ýsu "úr Norður-Atlantshafi" í fiskborðinu og var ákveðið að hafa hana í kvöldmatinn ásamt kartöflum og hamsatólg. Þvílíkt lostæti !!! Þegar ég tala um almennilega ýsu þá á ég við að ýsan sem við finnum venjulega hérna er á milli þess að vera á stærð við Þingvallamurtu og síld!!! Pælið þið í því. Ég held að ýsan sem er veidd við strendur Skotlands alist upp við oliuborpallana og verði því ekkert stærri.
Annars er fátt títt, eins og venjulega. Það er eins og janúar og febrúar séu einstaklega leiðinlegir mánuðir hvað þetta varðar. Reyndar er veðrið búið að vera yndislegt í gær og í dag. Það var heiðskýrt og 15 stiga hiti í dag. Þessu veðri er reyndar spáð fram yfir helgi og allir eru að vona að nú sé vorið komið.

Ég er með smá uppástungu til Þórunnar Ellu. Fyrst að þið eigið sambandsafmæli á morgun þá getið þið skellt því saman við Valentínusardaginn sem er á laugardaginn. Ekki það, Egill hváði bara þegar ég stakk upp á að við gerðum eitthvað sérstakt á Valentínusardaginn. Ætli við bökum ekki bara pízzu, fáum okkur bjór (ég einn og hann fleiri) og förum snemma í rúmmið..........u?h????!!!!!!

En ekki meira í bili
Ragna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home