mánudagur, febrúar 02, 2004

Jæja - þá er hinni þriggja daga afmælisveislu lokið.
Á föstudaginn fórum við út að borða á ítalskan veitingastað. Þar fengum við okkur ýmis konar góðgæti. Á boðstólnum voru meðal annars kræklingar í hvítlaukssósu, parma skinka og melóna, scottish prime fillet, kálfakjöt og spagetti. Reynið þið nú að geta hver fékk sér spagettíið.
Á laugardaginn vorum við búin að bjóða þeim fáu íslendingum sem hér búa til að fá sé smá snarl og bjór. Í boði var smá þorramatur, hangikjöt, sviðasulta, harðfiskur, hákarl, síld og egg, flatkökur og rúgbrauð (sem Egill bakaði !!!). Svo var líka graflax, laxa-fahitas, og sjávarrétta pönnukökur. Allt saman rosalega gott. Hér var sem sagt glatt á hjalla fram eftir kvöldi.
En þar sem að ég er ennþá að vinna að ritgerðinni minni þá ætla ég að láta þetta gott heita í bili. 'Eg skila ritgerðinni á fimmtudaginn og lofa að ég blogga aftur þá.
Bið að heilsa í bili
Ragna

P.S. Það er greinilegt að gæinn sem að hélt uppi "Shout Out" dæminu er farinn á hausinn. Þannig að ef þið viljið heyra í mér og Agli þá er netfangið okkar ragnaek@btopenworld.com

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home