Komið þið nú öll sæl og blessuð og langt síðan síðast.
Já ég ákvað að taka mér smá frí frá blogginu - aðallega vegna þess að ég var komin með ofnæmi fyrir tölvunni. Sat fyrir framan hana í tvær vikur samfleytt að berja saman ritgerðina mína og þegar ég skilaði henni gat ég ekki meir. En nú er ég búin að jafna mig og get horfst í "augu" við tölvuna aftur.
Við fórum í stutta helgarferð til Stirling, þ.e. við fórum á laugardegi og komum aftur á sunnudagskveldi. Erindið var að hitta á vinkonu mína Hildi, manninn hennar, Palla, og börnin tvö, Bergstein (9) og Katrínu (4). Þetta var rosalega skemmtileg ferð þó að það hefði snjóað talsvert á laugardeginum. En sunnudagurinn var bjartur og fallegur og þá var farið og skoðað minnismerkið um hann William Wallace sem trónir efst uppi á toppi á ROSALEGA brattri hæð (smá ýkjur). Nú við fórum líka og og skoðuðum Stirling Castle að utan (tímdum ekki að vorga okkur inn) ætlum nefnilega að fara aftur til Stirling þegar allt er í blóma og skoða allt betur þá. En það var skemmtilegt að fylgjast með stelpunum að leika sér. Þær smullu saman um leið og voru eins og síamstvíburar. Þær eru náttúrulega báðar alger barbie-frík og Eydís var sko alveg að fíla það að hafa eina að leika við sem sagði alltaf - "þú mátt ráða- þú ert svo stór". Ekki verra.
Heim vorum við komin um sjö leytið í gærkveldi og nenntum ekki að elda svo við splæstum á okkur Burger King (væri til í borða það á hverjum degi). Svo var fjölskyldan barasta öll komin í rúmið fyrir klukkan tíu og allt dottið í dúnalogn rétt rúmlega 10,30. Greinilegt að þetta tók mikið á taugarnar.
En við erum komin með nýtt "Comment" kerfi sem virkar alveg eins og "shout out" kerfið sem fyrir var.
Nú geta allir sem heimsækja síðuna okkar skrifað okkur smá skilaboð !!!
En læt þetta duga í bili
Cheers
mánudagur, febrúar 09, 2004
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Jæja - þá er hinni þriggja daga afmælisveislu loki...
- Ég á afmæli í dag Ég á afmæli í dag Ég á afmæli hú...
- Mig langar að hvetja alla þá sem lesa þetta blogg ...
- Nú er veturinn komin til Skotlands. Já- þetta er...
- Í dag voru jól i Aberdeen. Nei - nú ýki ég. Við ...
- Sunnudagurinn 25. janúar 2004. 'I dag vorum við du...
- Jæja - nú ættu allir að geta samglaðst Aberdeenbúu...
- Ja hérna hvað tíminn líður hratt. Það er kominn 2...
- Jæja - nú er komið að fréttapistli dagsins. Eða öl...
- HÆ Í framhaldi af síðustu frétt þá er ég með eina ...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home