Eitthvað voru sumir að kvarta yfir því að ég segði of lítið frá meðgöngunni. Nú skal því gert skil hér með:
Við fórum sem sagt í 20 vikna sónar þann 2. febrúar. Það var voðalega gaman. Sérstaklega þegar að ljósmóðirin varð að elta barnið um mallann á mér til þess að geta talið tærnar. Já.....ég held stundum að ég sé með fótboltastrák í maganum því að ég fæ varla stundarfrið fyrir sparki. Sérstaklega þegar ég er að reyna að sofna á kvöldin. En sónarinn kom sem sagt rosalega vel út. Allt á sínum stað og allir hressir og kátir. Af mér er það að frétta að ég er eldspræk. Stundum svolítið þreytt en þá er bara að fara snemma að sofa og þá bjargast allt. Egill er líka svo góður við mig og nuddar á mér axlinar eða bakið alveg eins og ég vil. Þessi elska. Eydís er líka voðalega spennt og spyr nánast á hverjum morgni hvort að barnið hafi stækkað eitthvað um nóttina. Það skemmtilega við þetta allt er að bekkjasystir hennar á líka von á systkini um svipað leyti og Eydís. Þær eru voðalega spenntar báðar tvær.
Nú - ég ætla að skella mér upp í rúm að horfa á "Miss Congeniality" (örugglega stafsetningarvilla þarna) þó að klukkan sé bara átta. Ég næ nefnilega bara Channel 5 inní svefnherbergi en ekki í sjónvarpinu inní stofu. Skrýtið.
Bið að heilsa
Cheers
fimmtudagur, febrúar 12, 2004
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Hamingjustigið hjá fjölskyldunni í Abbói reis um h...
- Jíisús hvað ég er þreytt.........já það er erfitt ...
- Komið þið nú öll sæl og blessuð og langt síðan sí...
- Jæja - þá er hinni þriggja daga afmælisveislu loki...
- Ég á afmæli í dag Ég á afmæli í dag Ég á afmæli hú...
- Mig langar að hvetja alla þá sem lesa þetta blogg ...
- Nú er veturinn komin til Skotlands. Já- þetta er...
- Í dag voru jól i Aberdeen. Nei - nú ýki ég. Við ...
- Sunnudagurinn 25. janúar 2004. 'I dag vorum við du...
- Jæja - nú ættu allir að geta samglaðst Aberdeenbúu...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home