miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Halló - já nú er aftur vetur í Aberdeen. Það byrjaði að snjóa í gær og nú er allt á "kafi" í snjó. Reyndar verð ég að viðurkenna að það er meiri snjór núna en var um daginn. Enda eru allir skólarnir lokaðir og Eydís er þar af leiðandi heima. Nú - ég afrekaði það að baka bollur í gær en þá var ekki til neinn rjómi þannig að þær fengu að bíða til dagsins í dag. Hérna í skotlandi er nefnilega ekki sama hvernig rjóma maður kaupir. Það er sko til "single cream" sem er eins og matreiðslurjómi.....svo er til "double crem" sem er eins og venjulegur rjómi (nema ekki hægt að þeyta) og svo er til hinn sívinsæli "whipping cream" sem er hægt að þeyta. En vandamálið er helst það að búðirnar eiga sjaldnast allar tegundirnar í einu í hillunum hjá sér og í dag var t.d. ekki til whipping cream í búðinni hjá okkur. Finnst ykkur þetta ekki merkilegt???
Já alltaf gott að geta talað um eitthvað merkilegt í blogginu.
Annars er ég búin að fá lokaeinkunn úr áföngunum mínu. Árangurinn var svona misjafn.....allt í lagi þó. Fyrir "e-Business Systems" áfangann fékk ég 9 - 9,5 og fyrir "Data Communication & Networking" áfangann minn fékk ég 7 - 7,5. Þetta var svo sem alveg eins og ég átti von á því að ég var ekki að skilja kennarann í Networking áfanganum. EN ég er sérlega ánægð með e-business áfangann.....þetta er hæst einkunn sem gefið er.....eins og að fá 10 heima á Íslandi.
Maður verður nú að monta sig aðeins.
Núna er ég í 3 áföngum sem mer líst ágætlega á. Einn heitir "Information Retrieval for the WWW" og er um að hanna gagnagrunn sem verður svo aðgengilegur og leitarhæfur á netinu. Electronic Publishing heitir annar áfangi og þar eigum við að skila STÓRRI ritgerð sem vefsíðu....og síðast en ekki síst er áfangi sem heitir Research Methods þar sem við skilum verkefni sem er "Reasech Proposal" fyrir Mastersritgerðina. Svo er reyndar einn áfangi í viðbót,....en það er að fara í "Placement" í einn mánuð. Til að einfalda það þá felst það í að vinna hjá einhverju fyrirtæki í mánuð og skila svo ritgerð um afraksturinn. Ég vona bara að ég lendi á skikkanlegum stað. Er búin að heyra alls konar hryllingssögur um fólk sem hefur farið í svona og staðið við ljósritunarvélina í heilan mánuð.........fínt að skrifa ritgerð um það!!!

Nú - jæja - nú ætla ég að reyna að læra smá. Er að reyna að lesa mér til um "e-books" til að geta skrifað skikkanlega ritgerð um þróun og framtíð e-bóka. Skemmtilegt.
Kv Ragna