þriðjudagur, mars 23, 2004

Hæhó
Ég afrekaði það að kaupa mér óléttubuxur í gær. Já - þetta er fyrsta svokallaða óléttuflíkin sem ég hef keypt mér. Þegar ég gékk með Eydísi saumaði ég mér buxur sem ég svo gékk í síðustu 3.5 mánuði meðgöngunnar. Þegar ég kom ut af spítalanum henti ég buxunum því ég var komin með algert ógeð á þeim. En - nýju buxurnar minar eru ferlega fínar og viti menn, þær kostuðu bara 28 pund í Mothercare (það gera rétt rúmlega 3500 krónur). Mér finnst það reyndar fáránlega lítill peningur miðað við hvað svona munaðarvara kostar heima. Egill hélt reyndar að hann yrði ekki eldri þegar hann sá buxurnar því að þær eru náttúrulega nett hallærislega þegar þær ná manni alveg upp undir brjóst. Frekar svona un-sexy.

Nú - að lokum langar mig að óska vinafólki okkar, Ingunni og Viktori, til hamingju með nýju litlu stelpuna sína. Hún fæddist laugardaginn 20. mars og var 12 merkur og 47 cm.
Þá er ein búin og fimm eftir. Oddný systir Friðdóru er í maí, Lára og Ég í júní, Ágústa vinkona í ágúst og Addý i september. Nóg um að vera þessa mánuðina.

jæja - verð að halda áfram að læra - hilsen i byen
Ragna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home