Viljið til vita svolítið skrýtið.............eftir viku er EITT ÁR síðan að ég flutti til Aberdeen. Finnst ykkur þetta ekki hafa verið fljótt að líða. Allavegana finnst mér það. Og Egill er búin að vera hér í eitt og hálft ár. Mikið gasalega er þetta fljótt að líða. Það er engin leið að segja nákvæmlega til um hvenær Egill klárar sitt nám en við stefnum á að flytja heim í kringum áramótin 2005-2006. Nema að við flytjum eitthvert annað eins og til dæmis til Danmerkur. Aldrei að vita. Allt til í dæminu.
Fyrir þá sem hafa ennþá áhyggjur af Eydísi þá getum við eytt þeim áhyggjum hér með. Hún nefnilega tilkynnti í gærkveldi að þegar að hún yrði stór ætlaði hún að verða kennari í skólanum sínum. Það segir nú bara sitt um hvað henni líður vel í skólanum og í þessu umhverfi hérna.
Annars gengur öllum vel í sínum skólum, Egill er ennþá að telja frjókorn og er orðinn ansi klár og getur talið upp aá hundrað án þess að fibast. Ég er enþá að reyna að byrja á ritgerðinni minni um E-books en mér gengur eitthvað ílla. Það er eitthvað við þetta verkefni sem er ekki að gera sig. En maður ströglast áfram og á endanum kemur eitthvað sem líkist ritgerð.
Jæja - nú er komið að stóru stundinni. 'I dag, nánar tiltekið klukkan þrjú, fáum við að skoða íbúðina sem ég var svona spennt fyrir. Nú biðjum við alla sem vettlingi geta haldið að krossa fingur og vona að þessi íbúð sé sæmileg að innan. Ef hún er það, þá tökum við hana. Og hananú!!!
Jæja - læt þetta duga i bili, skrifa meira þegar ég veit meira um íbúðina
kv Ragna
þriðjudagur, mars 09, 2004
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Mikið gasalega rosalega verð ég ánægð þegar að fól...
- Hæhæ Já þrátt fyrir leiðinlega spá varð síðasta he...
- Komnar bumbumyndir af allri fjölskyldunni.....smel...
- HÆ Hér er ennþá smá snjór á jörðu þannig að Eydís ...
- Halló - já nú er aftur vetur í Aberdeen. Það byrj...
- HÆ allir Ég held að ég hafi náð mér í nýja sjúkdóm...
- HÆHÓ - mig langar að taka það fram í upphafi að vi...
- Eitthvað voru sumir að kvarta yfir því að ég segði...
- Hamingjustigið hjá fjölskyldunni í Abbói reis um h...
- Jíisús hvað ég er þreytt.........já það er erfitt ...
1 Comments:
www0521
oakley sunglasses
polo ralph lauren
world cup jerseys
moncler jackets
polo ralph lauren
michael kors handbags
cheap football shirts
true religion jeans
canada goose outlet
kobe 9
Skrifa ummæli
<< Home