Jæja - fyrir þá sem eru að drepast úr spenningi varðandi okkar húsamál þá koma hér með nýjustu fréttir:
Egill hringdi í leigusalann á íbúðinni sem við erum í núna og við fáum að framlengja um mánuð. Það þýðir að við verðum að vera búin að losa hérna fyrir 17. apríl 2004.
Konan í Háskólanum er buin að tala við verktaka og segir okkur það að nýja húsið eigi eftir að verða tilbúið fyrir 13. apríl 2004. Þannig að þetta gæti ekki passað betur.
Niðurstaðan er: flutningar dagana 13,14,15 og 16 apríl. Öll hjálp vel þegin - bjór og pizza í boði........hihihihihihih.
Svo rambaði ég inn á einhverja skranbúð í dag og varð ástfangin af gömlum tekk-vínskáp og rosalega fallegri yfirdekktri kistu til að hafa við fótagaflinn á rúminu okkar. Hvort um sig átti að kosta 4 pund en það gerir ekki nema 520 kr/stk. Svo var þvílíka úrvalið af fataskápum, kommóðum, náttborðum ofl. skemmtilegu dóti. Þarna voru líka tveir kostulegir kallar að afgreiða, ég skildi nú varla hvað þeir sögðu, slíkt var tannleysið. En þeir voru ferlega hressir og kölluðu mig "sæta" og gáfu Eydísi nammi. Ekki verra.
Nú - fleira er ekki í fréttum í bili, fréttir verða sagðar aftur á morgun um svipað leyti.
Kv. R
fimmtudagur, mars 11, 2004
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Jæja - fréttir dagsins Við fórum í gær til þess að...
- Viljið til vita svolítið skrýtið.............eftir...
- Mikið gasalega rosalega verð ég ánægð þegar að fól...
- Hæhæ Já þrátt fyrir leiðinlega spá varð síðasta he...
- Komnar bumbumyndir af allri fjölskyldunni.....smel...
- HÆ Hér er ennþá smá snjór á jörðu þannig að Eydís ...
- Halló - já nú er aftur vetur í Aberdeen. Það byrj...
- HÆ allir Ég held að ég hafi náð mér í nýja sjúkdóm...
- HÆHÓ - mig langar að taka það fram í upphafi að vi...
- Eitthvað voru sumir að kvarta yfir því að ég segði...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home