Jæja - fréttir dagsins
Við fórum í gær til þess að skoða þessar íbúðir sem standa okkur til boða í gegnum leigumiðlun Háskólans í Aberdeen.
Önnur stendur við umferðargötu og er með rosalega fínum garði. Inní var allt tip top, málað í hlutlausum litum, fín húsgögn og allt barasta fínt. Það mundi kosta okkur 650 pundað leigja hana.
Hin íbúðin stendur inní botnlanga, garðurinn smá ruslaralegur (ekkert sem við getum ekki lagað) en að innan var hún hræðileg. Málað í hryllilegum litum, skítugt, og vond lykt. Konan frá háskólanum var sjálf í sjokki þegar hún sá ástandið. Það var fólk að flytja út (þjóðverjar) og þau eru búin að vera þarna síðan 1997. Konan frá háskólanum sagði að áður en að hægt væri að bjóða okkur íbúðina yrði að taka hana í gegn. Hún verður máluð, eldhúsið lagað, rafmagnið tekið í gegn, settir nýjir dúkar á bað og eldhús, sennilega verður sett nýtt teppi, og skipt verður um baðkar, vask og klósett. Þessi íbúð myndi kosta okkur 570 pund á mánuði (borgum núna 575) en þar eru engin húsgögn.
Við verðum nú að viðurkenna að þó að hún hafi lítið ílla út þá erum við hrifnari að henni, aðallega af því að hún stendur í botnlanga og kostar minna. Á móti kemur að við þurfum að kaupa eitthvað af húsgögnum en til lengri tíma litið þá myndi það borga sig.
Nú - til að lýsa húsinu aðeins þá kemur maður inn í forstofu þar sem er fataskápur. Þar innaf er hol sem leiðir m.a. inn á lítið klósett, stofuna (sem er frekar stór), eldhúsið (sem er frekar lítið) og borðstofu. Hægt er að ganga út í garð úr eldhúsinu. Beint á móti forstofunni er stigagangurinn. Á efti hæðinni er strax gengið inn í sæmilega stórt herbergi (Eydísar herbergi) við hliðina á því er hjónaherbergið (stórt) og svo gestaherbergið (frekar lítið), baðherbergið er lítið og ljótt en á eftir að lagast (vonandi). Húsið sjálf er voðalega flott að sjá, hlaðið úr gráu og bleiku graníti og allir sem búa í götunni eru ýmist framhaldsnemar eins og Egill eða kennarar við Háskólann. Fyrir frama húsið er síðan smá svona sameiginlegt grænt svæði með trjám. Nú er bara að vona að konan sjái til þess að þetta verði sómasamlegt að innan eins og hin íbúðin.
Eins og er erum við að reyna að framlengja samningnum okkar hérna um einn mánuð eða til 17. apríl. Það gefur þeim tíma til að laga húsið og gera hana íbúðarhæfa. Ef að við fáum ekki framlengt megum við flytja tímabundið inn í íbúðina með húsgögnunum og færa okkur svo yfir þegar að hin er tilbúin. Kemur allt í ljós á næstu dögum.
En þetta voru sem sagt fréttir dagsins. Við flytjum sem sagt annað hvort þann 17. mars eða 17. apríl. Í millitíðinni verðum við sennilega tíðir gestir í húsgagnaverslunum og "secondhand" búðum.
Kveðja Ragna
miðvikudagur, mars 10, 2004
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Viljið til vita svolítið skrýtið.............eftir...
- Mikið gasalega rosalega verð ég ánægð þegar að fól...
- Hæhæ Já þrátt fyrir leiðinlega spá varð síðasta he...
- Komnar bumbumyndir af allri fjölskyldunni.....smel...
- HÆ Hér er ennþá smá snjór á jörðu þannig að Eydís ...
- Halló - já nú er aftur vetur í Aberdeen. Það byrj...
- HÆ allir Ég held að ég hafi náð mér í nýja sjúkdóm...
- HÆHÓ - mig langar að taka það fram í upphafi að vi...
- Eitthvað voru sumir að kvarta yfir því að ég segði...
- Hamingjustigið hjá fjölskyldunni í Abbói reis um h...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home