Góðan mánudagsmorgun alle í hopa......!!!!
Já eftir langt helgarfrí ákvað ég að það væri komin tími til að blogga aftur.
Fyrir þá sem hafa áhuga þá fórum við í mælingarferð á föstudaginn og öll herbergin voru mæld upp. Sumt var stærra en okkur minnti en annað minna (eldhúsið er rétt nógu stórt fyrir einn).
Stofan er: 4,7*370,
borðstofan er: 3,25*3,12
Eldhúsið er: ómælanlegt sökum smæðar
Eydísar herbergi er: 3,70*2,84
Hjónherbergið er: 4,10*3,70
Gestaherbergið er: 3,17*3,0
Við erum bara svoooo fegin að Eydís fær loksins stórt og gott herbergi. Ég meina, barnið bjó í skókassa fyrstu árin og svo búin að vera eitt ár í herbergi sem eiginlega allt of lítið fyrir svona stóra stelpu. En þetta er allt að breytast til batnaðar og vonandi verða allir glaðir og ánægðir.
Nú annars var fínt að skoða íbúðina aftur því að við komumst að því að rafvirkjarnir voru búnir að taka allt í gegn og kláruðu sitt á föstudaginn. Málarinn byrjar að vinna í dag og klárar vonandi í lok vikunnar. Píparinn byrjar líka í dag en hann verður væntanlega eitthvað lengur. Svo er búið að ákveða að það verður skipt um teppi á öllu. (við erum mjög ánægð. Það er dumbrautt teppi á öllu núna oojjj..).
Við skelltum okkur líka í skranbúðina á föstudaginn og komumst að því að einhver hafði komið og keypt nánast allt draslið á staðnum. Og með því var fataskápurinn sem við ætluðum að kaupa. Buhuhuhu. En kallinn átti von á meira drasli á næstunni og þá kemur vonandi eitthvað af viti.
Nú annars leið helgin hjá okkur frekar tíðindalaus. Við skelltum okkur í bæinn á laugardaginn til að fata barnið upp fyrir væntanlega íslandsför (skó, buxur ofl.). Við rákumst á Hafdísi og ákváðum öll að fá okkur hádegismat saman. Eftir það tók við svaka þramm til að leita að hentugum strigaskóm á barnið. Það var bara eins og að skóbúðirnar hefðu tekið sig saman og ákveðið að eiga ekki skó í hennar stærð eða skó sem gátu flokkast sem strigaskór. Að lokum keyptum við Barbie-skó (draumaskónna hennar Eydísar) á 10 pund og hugsuðum með okkur að þeir voru svo ódýrir að við getum bara keypt annað par ef að þeir verða fljótt ónýtir. En þegar heim var komið leið Eydísi ekki sem best og undir kvöldmat var hún komin með hita (38,8). Svo kvartaði hún yfir í maganum og leið alls ekki vel. Hún var þó til í að borða með okkur heimabakaða pizzu en sofnaði fljótlega á eftir. Hún svaf svo hjá mér um nóttina (Egill svaf í kojunni) og vaknaði einum sinni um nóttina, aftur með magaverk, en sofnaði nú á innan við klukkutíma. Svo þegar hún vaknaði á sunnudaginn var hún eiturspræk, var með 5 kommur, en enga verki. Svo á hádegi mældist engin hiti og eftir því sem að sunnudagurinn leið sáum við að þetta var búið. Skrýtin þessi hitaköst sem að krakkar geta stundum fengið. Þetta er ekki í fyrsta sinn. En hún allavegana fór í skólann í morgun.
En núna eru bara sex dagar þangað til að hún fer til Íslands og mér er farið að kvíða ferlega fyrir. Hún spurði mig í gær hvort að ég ætti ekki eftir að sakna henna og ég svaraði að ég ætti eftir að sakna hennar alveg rosalega mikið. En þegar að ég spurði hana hvort hún ætti eftir að sakna mín þá svaraði hún: jújú.......en það verður svo gaman hjá mér að hitta alla.........og taldi svo upp alla sem hún ætlaði að hitta. Það er greinilegt að hún tekur þetta ekki nærri sér að vera að fara frá okkur enda þrælvön að þeytast út um allt með öllum (en aldrei svona lengi í einu reyndar).
Svo erum við að fara í 30 ára afmæli á föstudaginn til Atla og Egill er alvarlega að hugsa um að mæta í skotapilsi og lopapeysu. Ég er að hvetja hann til þess því að það væri ógeðslega cool. (nota nú comment-kerfið til að peppa hann til þess.)
jæja - nenni ekki þessu bulli lengur, verð að fara að gera eitthvað að viti.
Bið að heilsa. R
mánudagur, mars 22, 2004
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Halló Jæja - nú erum við formlega búin að segja up...
- Nú kemur lítil saga af því hvernig bankamálin gang...
- Þetta er að verða eins og alvöru fréttastofa Nýjus...
- Framhaldsfréttir frá því í gær: Eins og sagt var í...
- Jæja - fyrir þá sem eru að drepast úr spenningi va...
- Jæja - fréttir dagsins Við fórum í gær til þess að...
- Viljið til vita svolítið skrýtið.............eftir...
- Mikið gasalega rosalega verð ég ánægð þegar að fól...
- Hæhæ Já þrátt fyrir leiðinlega spá varð síðasta he...
- Komnar bumbumyndir af allri fjölskyldunni.....smel...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home