föstudagur, mars 12, 2004

Framhaldsfréttir frá því í gær:
Eins og sagt var í fréttum í gær þá rambaði ég inn í skranbúð og varð ástfangin þar af nokkrum hlutum. Þess vegna dró ég Egil með mér klukkan 09,00 í morgun (ég veit, þetta er óguðlegur tími til að versla) til að skoða skranið og fá samþykki frá honum til að kaupa það sem mig langaði í. (Hann ræður öllu í okkar sambandi). Nú það er skemmst frá því að segja að eftir mikla leit af hlutunum mínum (það var búið að færa allt til) fundust þeir allir. Egill var nú ekkert sérstaklega hrifinn af vínskápnum en fannst kistillinn sérlega flottur. Náttborðin fengu hlutlausan dóm.
Nú kallinn var búin að verðleggja þetta allt á 28 pund fyrir mig í gær en í dag var hann greinilega í betra skapi og bauð okkur allt dótið á 20 pund. (2600 krónur !!!!!) Ég held að kallinn hafi verið sérstaklega ánægður að losna við vínskápinn. Hann og Egill voru alveg sammála að hann væri ekki flottur. Egill hótaði að skila honum ef hann yrði ekki ánægður og það kom bara skelfingarsvipur á kallinn. En þetta er allt núna á stofugólfinu hjá mér og þeir sem vilja skoða herlegheitinn geta smellt HÉR til þess að skoða myndir. Dæmi svo hver fyrir sig. Endilega setja COMMENT.........!

Kveðja í bili
Ragna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home