Jæja - Eydís fór heim til Íslands í dag. Buhuhu. Við Egill erum eiginlega búin að ráfa um stefnulaust í íbúðinni í allan dag.
Við drifum okkur nú samt klukkan 09,00 í morgun á "Car Boot Sale" hérna fyrir utan borgina. Fyrir þá sem vita ekki hvað Car boot sale er þá er það nákvæmlega það sem nafnið segir. Þar safnast full af fólki saman á risastóru bílastæði og selur dót upp úr skottinu á bílnum sínum. Full af alls konar drasli og dóti sem gaman er að skoða. Við semsagt skelltum okkur þangað í morgun (gott að mæta snemma, þetta klárast yfirleitt fyrir kl. 13,00). Við gerðum ágætis kaup, keyptum fyrst ónotað gufustraujárn á 5 pund (650 kr), nýtt straubretti á 4 pund (520 kr.) og kaffivél á 10 pund (1300 kr.) Egill var sérstaklega ánægður með kaffivélina því hann hefur lengi langað í kaffivél sem er með auto-off. Þá slekkur kaffivélin á sér sjálf eftir ca. tvo tíma. Ferlega sniðugt. Við vorum sem sagt frekar ánægð mér árangurinn og hefðum getað keypt fleira en það var bara ekki tímabært. Bíðum þangað til að við verðum flutt.
Svo erum við eiginlega ekki búin að gera neitt. Það verður ferlega skrýtið að vera hérna með enga Eydísi. EN við reynum að nýta tímann sem best og læra eins mikið og við getum.
Jæja - bið að heilsa í bili
Kv. Ragna
sunnudagur, mars 28, 2004
Egill, Ragna, Eydís og Einar Háagerði 51 108 Reykjavík Iceland
Previous Posts
- Hæ - ég vildi bara láta ykkur vita að ég er búin a...
- Já - á meðan ég man - til hamingju með afmælið í g...
- Góðan daginn Ég var einmitt að hugsa málið í gær h...
- Hæhó Ég afrekaði það að kaupa mér óléttubuxur í gæ...
- Góðan mánudagsmorgun alle í hopa......!!!! Já efti...
- Halló Jæja - nú erum við formlega búin að segja up...
- Nú kemur lítil saga af því hvernig bankamálin gang...
- Þetta er að verða eins og alvöru fréttastofa Nýjus...
- Framhaldsfréttir frá því í gær: Eins og sagt var í...
- Jæja - fyrir þá sem eru að drepast úr spenningi va...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home