þriðjudagur, mars 30, 2004

Jæja - óléttudagbókin
Ég fór í 28 vikna mæðraskoðun í morgun. Þar var hlustað á litla grjónið og allt hljómaði vel........svona til að taka það fram þá snýr það ennþá öfugt, þe. rassinn niður. En það er ennþá tími til stefnu að það snúi sér við. Nú svo var tekið fullt af blóði til að athuga með járnmagnið í blóðinu og glúkósa (út af sykursýki). Ég var vigtuð - (yfirleitt það sem mig kvíður mest fyrir) og niðurstaðan var rétt tæplega 9 kílóum þyngri. Það er greinilegt að ég verð að passa mig að þyngjast ekki mikið meira. Nú - fyrir þá sem hafa mikin áhuga þá mældist bumban 29cm, sem er bara fínt (yfirleitt fylgjast vikurnar og centimetrarnir að). Annars var bóðþrýstingurinn var "fullkomin" eins og ljósmóðirin orðaði það.

Annars að öðru - við byrjuðum að pakka í gærkvöldi og tókum herbergið hennar Eydísar í nefið. Svo pökkuðum við aðeins niður í stofunni. 'I kvöld ætlum við að reyna að pakka niður eldhúsinu, gaman, gaman.
Svo eigum við von á heimsókn um helgina en kennarinn hans Egils, Guðrún Gísladóttir, er búin að vera stödd í Edinborg í mánuð og ætlar að skella sér í heimsókn til okkar. Það verður sennilega mjög gaman, hún er svakalega hress og fín. Það verður ágætis afþreying fyrir okkur en planið er að sýna henni háskólann á föstudaginn, keyra til Inverness og skoða Loch Ness á laugardaginn og svo fara í bæinn í Aberdeen á sunnudaginn. Það er einhver svakajaka international street market day á laugardaginn og sunnudaginn þannig að það verður alveg þess virði að skoða það.

En svona er planið - biðjum að heilsa
Kv. Ragna