föstudagur, janúar 28, 2005

Upp og Niður (ojojoj)
Já - hérna er sko ástand. Eydís vaknaði kl. 05,00 þarsíðustu nótt með líka svona niðurgang. Var svo þannig það sem eftir var næturs og fram eftir degi á korters fresti - litla greyið. Á endanum var hún orðin alveg örmagna og sofnaði í smá stund. Hún gubbaði líka einu sinni um morguninn og aftur núna í gærkvöldi. Í nótt skreið hún svo uppí - brennandi heit og sagðist hafa dreymt ílla. Hún er ennþá með niðurgang en er nokkuð hressari heldur en í gær. Angans hróið. Einar litli bróðir hennar skilur ekkert í því af hverju Eydís vill ekki leika við hann og hann vælir bara utan í henni. En vonandi fer þetta að jafna sig.

Við Egill horfðum á Farenheit 9/11 í gærkvöldi. Við erum bæði sammála um það að spillingin er allsstaðar, líka á Íslandi. Þessi mynd staðfesti ýmislegt varðandi Bush og varpaði nýju ljósi á stríðið og undanfara þess. Hrikalegt - ég get ekki annað sagt. Og svo var hann aftur kosin forseti- how stupid can people be!!

En best að tjá sig ekki of mikið um svona málefni - maður gæti endað á svarta listanum !!
Bið að heilsa í bili
Ragna skoðanafrelsishræðslupúki