mánudagur, janúar 17, 2005

Einar á leikskóla - skrýtin tilhugsun. En svona var það í morgun þegar ég keyrði litla angastýrið mitt til að fara á leikskóla í fyrsta skipti. Við mættum kl. 09:15 og hann fór bara strax að leika sér og leit ekki einu sinni á mig þegar ég fór út. Svo skildist mér að hann hefði reyndar orðið svolítið órólegur um það leyti sem hann átti að fara að sofa og hann þurfti víst smá tíma til að jafna sig. (það gerir hann reyndar heima hjá sér líka) En svo sofnaði hann og svaf í 1 klst og þrjú korter. Borðaði hádegismatinn sinn, kúkaði og fór svo að leika. Hann tók ekki eftir mér þegar ég kom inn og svo loksins þegar hann sá mig þá rétt leit hann á mig og hélt svo áfram að leika. Þannig að það er ekki hægt að segja annað en að dagurinn hans hafi barasta verið ágætur. Ég aftur á móti var með verra móti og það hrundu tárin á leiðinni heim eftir að hafa skilið hann eftir,,,,,,, hann er svooo lítilll. En það jafnaði sig fljótt og ég hellti mér út í vinnu og náði að vinna samfleytt í fjóra og hálfan tíma, engin smá munur.
..... læt þetta duga í dag
kv. Ragna